Leita í fréttum mbl.is

Gælurjúpurnar að komast á legg.

Það er það skemmtilega við að búa í sveit að hér er mjög stutt í náttúrunna.  Og það er alveg sérstaklega skemmtilegt hérna í Brúarási að hér er náttúrann beint fyrir utan stofugluggann.  Ég geng út um svalahurðina og þá er ég komin út í móa.  Ég þarf ekki nema að fara fyrir hornið til að komast í berjamó.  Þetta er æðislegt.

ágúst08-rjúpur 012

Og í sumar er búið að vera sérstaklega gaman að fylgjast með rjúpufjölskyldunni sem býr í móanum okkar.  Við hjónaleysin erum búin að hafa gaman af að sjá unganna stækka í hvert skipti.  Við töldum 10 unga.  Og hefur móðirinn haft jafn vökult auga með þeim eins og við í allt sumar.  Þetta eru orðin hálfgerð gæludýr. 

En maður passar sig samt að láta þau í friði og lætur sér nægja að fylgjast með þeim út um gluggana.  Og það hefur borgað sig.  Fuglarnir þekkja okkur orðið og fljúga ekki þó við komum í eins meters fjarlægð.  En það lýðst heldur ekki að fara nær.  Ungarnir eru ornir svo spakir að þeir koma orðið upp á stétt.  Einn þeirra var næstum komin inn áðan. 

En nú eru litlu ungarnir ornir stórir og fljúga brátt úr hreyðrinu.  Maður á eftir að sjá eftir að hafa þá ekki fyrir utan hjá sér.  Vonandi verða þeir bara hér í vetur.  Því það verður sko passað upp á þá.

ágúst08-rjúpur 001

Þessa tók ég út um eldhúsgluggann, einn unginn á stéttunni hjá mér.

ágúst08-rjúpur 006

Þær halda sig gjarnan við bílinn og jafnvel undir honum. Þær eru m.a.s. farnar að koma upp á tröppur.

Þetta eru orðin hálgerð gæludýr hjá manni. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Ohhh æðislegt.   Þær halda sig örugglega þarna heima við í vetur vertu viss sér í lagi ef það er eitthvað af kjarri / trjám nú svo moð og annað við útihúsin.  Því þær vita að þær fá firð þarna og er eru ekki reknar í burt þá leita þær þangað.  Hér er heill hópur sem kemur niður af fjallinu og er við sumarbústaði hér við bæinn en þar er jú hellingur af trjám og rebbi síður á ferðinni.  Svo hafa þær kíkt í garðinn hjá manni líka.

Knus og klemm úr sveitinni.

JEG, 15.8.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ójá  er verðið að ná sér í jólamatinn ??? ænei þetta var nú óþarfi

knús á ykkur öll

Solla Guðjóns, 17.8.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Rjúpur sem gæludýr - það er bara æðislegt. Gætir þú kannski gefið þeim í vetur?

Sigrún Óskars, 20.8.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband