Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Mánudagur í nýrri viku

Jæja, þá er helgin búin og komin mánudagur.  Missti af Euroviasion, sem allir eru að tala um.  Afþví að ég var á Tungublóti 2008.  Þorrablótinu í Hróarstungu.  Ykkar einlæg var í nefnd, fór upp á svið og voða stuð.  Það tókst allt bara held ég mjög vel, og fólk var allmennt ánægt.  Þá er tilgangnum náð.  Allaveganna þá var þetta gaman. 

Rúsínurnar voru heima í pössun á meðan, það komu tvær frænkur og pössuðu.  Reyndar vorum við komin snemma heim.  Um klukkan tvo.  Hún Soffía litla er jú ekki nema 5 nánaða, en hún varð það á blótsdag.

Sunnudagurinn var svo bara tekin rólega,  fórum auðvitað og gengum frá með mannskapnum, en það tók nú ekki nema rúmlega kkkutíma.


Kalkúnn í Eurovision

Þetta er nú bara flott,  það má ekki að taka allt allt of alvarlega. Þetta er bara flott og vonandi verður þetta góð skemmtun.  Eurovision á að vera gaman.  Smile

 


mbl.is Kalkúnn fulltrúi Íra á Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hó hó hó we say hey hey hey

Strákarnir segja all sem segja þarf.

 

Áfram Merceders Club!!!!


Er þetta nú sniðugt?

Já aumingja stúlkan þyrfti nú að fá örlitla fræðslu um getnaðarvarnir.  Nú eða bara að láta taka sig úr sambandi.  Annars hefði ég haldið það að eignast þríbura einu sinni væri nú bara nógu mikil getnaðarvörn fyrir sig.  

 


mbl.is Unglingsstúlka eignast aftur þríbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er með kvef og á leiðinni suður.

Já nú er ég hætt!  Ég er hætt að hafa áhyggjur af peningumm, framtíðinni eða bara nokkru öðru.  Hér eftir reddast allt saman.  Maður býr jú á Íslandi, og hjá íslendingum reddast allt.  Smile Maður lætur það reddast.  Það er ekki eins og maður lépji dauðann úr skél.  Allaveganna ekki enþá.  En ætli það verði nokkuð.  Vonum ekki. 

Ég fékk kvef.  Já haldiði að kellann hafi ekki bara fengið kvefið sem börnin og bóndinn eru búin að vera með.  Og ég sem fer upp á svið að troða upp á þorrablótinu á laugardagskvöldið.  Ég verð að vera búin að endurheimta röddina þá. 

Ég er á leiðinni suður.  Var að panta flugmiða fyrir mig á stelpunar suður um páskanna.  Bóndanum stóð til boða að koma með, en það verður bara seinna.  Hann þarf að sinna rolluskjátunum.  Hann kémur kannski seinna.  Við ætlum að vera í 10 daga og fáum vonandi að vera hjá mömmu og pabba á Selfossi.  Annars verðum við bara á götunni. Nei ég segi svona. 

Lifið heil!

 


Eftirlýst!

Ég lýsi hér með eftir útborgun síðasta mánaðar!  Hún virðist hafa hörfið.  Ég held því fram að ég hafi sjálf ekki eytt henni allri og ætla þessvegna að skunda í bankann á morgun og heimta skýringar.  

Og maður spyr sig.

71014_MoneyHappiness_vl-verticalEr bankinn minn í raun og veru að vinna fyrir mig, eða er ég bara peð í risastóru valda og peningatafli.   Fyrir hvað standa bankarnir?  Og afhverju í ands.... géta þeir ekki komið á móts við kúnnann ef þeir standa svona svaka vel?  Ég meina, íslensku bankarnir eru ornir of stórir fyrir Ísland.  Og hver borgar brúsan? Hvar fá bankarnir þessa peninga?  Og afhverju er ég að borga fáránlega háa vexti og fáránlega há gjöld, þegar það er nokkuð ljóst að bankarnir hafa alveg efni á því að lækka þá aðeins. 

Borgar sig í alvörunni að fá bankann til að ,,höndla" með peningana sína.  Já ég segi að þeir séu að höndla með þá.  ,,Geyma" "höndla"? Eru þeir að geyma peningana fyrir mig? Eða eru þeir bara að höndla með þá.  Ég vil nú ekki meina að þeir séu að ráðast beint á peningana mína.  En ég borga ýmis gjöld sem nota bene eru há (finnst mér) 

Og hvar er jafnræðið.                                                                      Ég borga bankanum vexti ef ég fæ lánað hjá honum.  En afhverju fæ ég ekki jafn háa vexti af mínum peningum?  Er það sanngjarnt.  Það gétur verið.  Og hvað er maður að borga bankanum fyrir að ,,geyma" peningana sína? Er maður að borga bankanum fyrir að geyma peningana sína. 

Skyldi kannski bara borga sig að hafa allt heila klabbið undir koddanum?

Maður spyr sig.  Errm

Þetta eru eingöngu mínar skoðannir og mín orð skrifuð í hita augnabliksins.  Ég ætla samt að láta þau flakka.  


Lítill bítill.

Sá þetta myndband hjá henni Sollu og ,,fékk það aðeins lánað (afsakaðu það Solla mín Halo). Þetta er bara krúttlegt.  Smile

Hann er efnilegur þessi. 


Að vinna eða ekki vinna.... frá börnunum?

Nú fer fæðingarorlofið að veða búið og ég er að velta því fyrir mér hvort ég fari að vinna strax aftur.  Ég hefði s.s. átt að vera búin að hnýta lausa enda áður en ég fór í frí, en ég er bara svo glötuð í að plana fram í tímann (lifi svo gersamlega í núinu).  En á meðan að ég er búin að vera í fæðingarorlofi þá er búið að skipta um verslunnarstjóra í verslunninni sem ég vinn í,svo mér finnst ég svolítið ég vera að byrja upp á nýtt.  Svo stendur mér til boða tvær aðrar vinnur.  En ér ég tilbúin að fara að vinna frá barninu mínu?  Hún verður ekki nema rúmlega 5 mánaða um mánaðarmótin, þegar ég ætti að vera að byrja að vinna.  Svo pínulítil enþá. 

Við á Fljótsdalshéraði búum svo vel að við komum börnunum okkar inn á leikskóla þegar þau eru um eins árs aldurinn.  Það eru að vísu bara tekin inn börn á haustin svo það er svolítið misjafnt.  Þeir sem flytja hingað í nóvember gætu þurft að bíða ár eftir plássi.  En það er efni í annan pistil.  Ég var svo sniðug að ég átti mitt barn í september þannig að það passar alveg upp á það. 

janúar 2008 061Svo ég spyr mig hvort að það borgi sig fyrir mig að bíða með vinnu þangað til í haust þegar hún kemst inn á leikskóla.  Það er nefnilega næstum alveg vonlaust að fá dagmömmu í sveitarfélaginu.  Svo langar mig kannski líka að eiga sumarfríið með eldra barninu.  En ef ég fer að vinna núna þá verð ég að vinna í allt sumar.   Eða það liti allt út fyrir það. 

Svo eru það tekjurnar.  Maður fær náttúrulega ekki neinar tekjur ef maður vinnur ekki neitt.  Og eins og þjóðfélagið er orðið skipta peningar orðið allt of miklu máli.  En það er líka efni í annann pistil.  Ekkért fæst ókeypis í henni veröld og sérstaklega ekki ef maður á börn.  Þannig er nú það. 

Svona er lífið!

   


Ert þú túristi.

 

9vcxnd

Þetta er alveg agalega gagnlegt skilti. Smile


Bara sætt.

Mér finnst þetta bara sætt!  Varð bara að deila þessu með ykkur.  Smile 

 

Já blessuð börnin gleðja alltaf, (eða oftast) ToungeKissing  Þessar elskur!


Næsta síða »

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband