Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Loks náði réttlætið framar að ganga.

En það gékk þó ekki alla leið.  Því þó svo að þessir nýju dómar séu betri en síknan áður þá er það ekki nóg.  Ég held að allir géti verið sammála um ógeðfeldni verknaðarins og að sex ár séu ekki nóg fyrir að nauðga barni.  En þó er betra að mennirnir sitji inni í 6 ár en að þeir gangi lausir, og fari ekki einu sinni á skrá. 

Ég fagna þessum dómi.  Réttlætið náði fram, að einhverju leyti.

 


mbl.is Vægur dómur yfir hópnauðgurum vakti mikla reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ég börnin mín?

Ég var, um daginn, á mínu venjubundna barnalandsvafri. Skoðaði öll litlu yndislegu krílinn sem búa svo langt í burtu. . Ég sá á einni mynd af litlu frænku minni að hún var klædd í samfellu sem á stóð að hún væri ,,eign" mömmu sinnar. Þess má svo líka geta að annað ófætt frændsystkyni fær að klæðast svona samfellu, þar sem stendur að það sé ,,eign" foreldra sinna. Eflaust finnst mörgum þetta voða sætt og krúttlegt, en ég fékk hálfgert áfall þegar ég sá þetta.

Það er þetta orð ,,EIGN" sem fer svolítið í taugarnar á mér. Ég er sjálf móðir. Ég á tvær yndislegar stelpur en ég lít ekki á þær sem einhverjar eignir. Ég er á því að við fáum börnin okkar einungis lánuð. Það er okkar að líta eftir þeim og hugsa vel um þau, koma þeim til manns áður en þau halda út í hin stóra heim. Stelpurnar mína eru ekki einhverjar ,,eignir" sem hægt er að höndla með, kaupa og selja, eða hvað maður gerir. Þær eru sjálfstæðir einstaklingar, (og trúið mér, stelpurnar mínar eru sjálfstæðar) og þó að ég beri ábyrgð á þeim, hugsi um þær og líti eftir þeim þá eru þær ekki eignir. Ég á börn, en ég ,,á" samt ekki stelpurnar mínar. Ég tek ákvarðannir fyrir þær svona fyrst um sinn, en þegar fram líða stundir taka þær sínar ákvarðannir sjálfar. Ég gét aðeins bent þeim á hvað sé rétt og rangt. En það er nú sem betur fer ekki alveg komið að því. Frumburðurinn er ekki nema tæplega 4. ára.

En börnin mín eru sko ekki ,,eignir". Ég er svo lánsöm að fá þær lánaðar í nokkur ár og verð á endanum að sleppa takinu. Vona að það verði ekki erfitt, það kémur í ljós. Vona samt að þær eigi alltaf eftir að leita til mín, löngu eftir að þær fljúga úr hreiðinu.

 

 


Lognið á eftir storminum

Það er hljótt í stóra húsinu mínu núna.  Bara ég og litla snúlla heima núna, og hún sofandi.  Vinkonan farin með gauranna sína.  Búin að vera hér síðan á fimmtudag, með strákana sína, 4 ára og 5 mánaða.  Þannig að hér er búin að vera hasar.  Svaka fjör hjá frumburðinum mínum og þeim fjögurra ára.  Svo fór mín í leikskólann í dag og þau niður á Reyðarfjörð til teyndó (hennar) svo hér er allt voða hljótt.   Og ég búin að komast að því að ég kann ekkért á stráka.  Ég þyrfti að fá mér einn.  Ég á jú bara stelpur. Smile  Þarf að fara að taka til, en nennilegurnar ekki alveg í lægi í augnablikinu.  Svona er þetta.  Kannski er maður bara alveg búin eftir allann gestaganginn um helgina, að ég tali nú ekki um allt uppvaskið, ég var alveg komin úr allri uppvasksæfingu.  Því ekki nóg með að vinkonan væri hér með gauranna um helgina, þá kom annar mágur minn í kaffi á föstudagskvöld, og frúin með. Og á sunnudag kom hin mágurinn og frúin með.  Fullt, fullt af uppvaski.  Púff, ég er með uppvask á heilanum!!!!!   En nú er þetta ekkért mál og ég vaska upp sem aldrei fyrr. 

Svo fórum við mæðgur í Kvennahlaup á laugardag, og frumburðinum fannst nú ekki lítið varið í að vera í alveg eins bol og mamma og fá svo pening.  BARA STUÐ!!!!   Klikkaði á að taka myndavélina með. Frown  Það verður bara næst. 

En nú ætla ég að fara að SLAPPA AF!!!!

Góðar stundir


Hvernig er veröldin okkar komin?

Ég horfði á myndbandið, bæði myndböndin, þau eru víst tvö.  Og ég verð að segja það að ég vorkenni löggugreyjunum.  Hvernig í óskupunum á fólkið að géta unnið vinnuna sína með þennan skara sem vaktar allar hreyfingar þeirra og gjörðir.  Þessu myndbandi er greinilega beint gegn lögreglunni.  Og að hafa svo þennan brjálaða skríl ofan í sér takandi myndir og skipta sér af.  Það eru gömul sannindi að suma menn þarf að taka úr umferð séu þeir drukknir og hvaða aðferðir séu notaðar, það skiptir ekki máli. 

Að mínu mati, og það er mitt kalda mat, þá eru unglingar í dag miklu grófari en hér í denn.  Ég er nú ekki gömul, en þegar ég var unglingur, fyrir innan við 10 árum síðan, þá sást ekki svona.  Ég man ekki eftir að hafa farið á ball þar sem allt varð vitlaust og það þurfti marga lögreglumenn til að yfirbuga einn mann, og aðrir ballgestir ofan í öllu takandi myndir og skipta sér af. 

Ég er ekki með því að lögreglan beyti hörku, en hún verður a.m.k. að fá smá vinnufrið.

 


mbl.is Handtaka á Patró á You Tube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég í vondum málum, tralalalaaaa!!!!!!

Vinnukonan sagði af sér.  Sú sem sér um uppvaskið.  Eldgamla uppþvottavélin mín er hætt dyggri þjónustu.  Og ég með fullt af fólki í mat um helgina. Vinkonu mína að sunnan og TVEIR gaurar.  Og ég þarf sjálf að sjá um uppvaskið.       Búhú!!!!!!    

 320px-SMirC-cry.svg


Smá sögupistill

Svona til að upplýsa hvað gamalt fingramerki gétur breyst í áranna rás.

2539869270_f36d675908_o

 Á þessari mynd, sem er mjög gömul má sjá einn hermanninn mynda ROCK merkið með fingrunnum.

En það er málið.  Þetta merki hefur ekki alltaf þýtt ,,ROCK & ROLL". 

Hornin voru í gamla daga notuð til að vernda frá göldrum, illum augum og allskonar djöflum.

Á árdögum ljósmyndunnar voru nú ekki allir jafn hrifnir af nýju tækninni og algengt var að fólk brygði fyrir sig hornunum til að vernda sjálft sig fyrir ,,illu auga myndavélarinnar".   Mjög sennilegt er að þessi ónefndi hermaður hafi nákvæmlega verið að því. 

Auðvitað hefur einhverjum þótt fyndið að þessi eldgamli maður skyldi vera svona mikill ,,rokkari", en hornin hafa í áranna rás orðið að tákni fyrir þessa týpu tónlistar. 

En oft má betur vinna heimavinnuna sína og skoða sögunna áður en maður setur eitthvað á netið.  Smile

 

P.S.  Þessi færsla er rituð, eins og mynni höfundar býður.  Séu einhverjar staðhæfingar í henni rangar byðst ég velvirðingar á því.  


« Fyrri síða

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband