Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Nú eru allir mjög uppteknir

Nú er ég byrjuð að vinna og er rosalega upptekin.

Stelpurnar byrjaðar á leikskóla og rosalega uppteknar.

Bóndinn líka alveg jafn upptekin og hann hefur alltaf verið.

 

Góðar stundir

 


Gælurjúpurnar að komast á legg.

Það er það skemmtilega við að búa í sveit að hér er mjög stutt í náttúrunna.  Og það er alveg sérstaklega skemmtilegt hérna í Brúarási að hér er náttúrann beint fyrir utan stofugluggann.  Ég geng út um svalahurðina og þá er ég komin út í móa.  Ég þarf ekki nema að fara fyrir hornið til að komast í berjamó.  Þetta er æðislegt.

ágúst08-rjúpur 012

Og í sumar er búið að vera sérstaklega gaman að fylgjast með rjúpufjölskyldunni sem býr í móanum okkar.  Við hjónaleysin erum búin að hafa gaman af að sjá unganna stækka í hvert skipti.  Við töldum 10 unga.  Og hefur móðirinn haft jafn vökult auga með þeim eins og við í allt sumar.  Þetta eru orðin hálfgerð gæludýr. 

En maður passar sig samt að láta þau í friði og lætur sér nægja að fylgjast með þeim út um gluggana.  Og það hefur borgað sig.  Fuglarnir þekkja okkur orðið og fljúga ekki þó við komum í eins meters fjarlægð.  En það lýðst heldur ekki að fara nær.  Ungarnir eru ornir svo spakir að þeir koma orðið upp á stétt.  Einn þeirra var næstum komin inn áðan. 

En nú eru litlu ungarnir ornir stórir og fljúga brátt úr hreyðrinu.  Maður á eftir að sjá eftir að hafa þá ekki fyrir utan hjá sér.  Vonandi verða þeir bara hér í vetur.  Því það verður sko passað upp á þá.

ágúst08-rjúpur 001

Þessa tók ég út um eldhúsgluggann, einn unginn á stéttunni hjá mér.

ágúst08-rjúpur 006

Þær halda sig gjarnan við bílinn og jafnvel undir honum. Þær eru m.a.s. farnar að koma upp á tröppur.

Þetta eru orðin hálgerð gæludýr hjá manni. Smile


Smá blogg

Sá mig knúna til að blogga.  Samt ekkért sérstakt að frétta.  Engar fréttir - góðar fréttir.  Er það ekki alltaf sagt.  Allt við það sama hjá mér og mínum austur á landi.  Allt við það sama í höfuðborginni, í pólitíkinni þá.  Vonandi jafn gott veður þar og hér, veðurslega séð. Ekki í pólitíkinni, þar er aldrei lognmolla. 

Knús á alla sem eru ekki búnir að géfast upp á að lesa bloggið mitt.  Nú ætla ég að fara að reyna að blogga oftar.  Veit semt ekki hvort það hefst.  Er að fara að vinna eftir helgi.  Búin að vera heima í 11 og hálfan mánuð.  Vantar bara hálfan mánuð upp á árið.  O my god.  Það er eftitt að fara að vinna eftir mánaðar frí, en eitt ár o boy, o boy.  Samt ekki mikið frí með tvo gríslínga og kall Tounge 


S.s. ekki nýjar fréttir... eða þannig

Menn veiddu nú smá laxa hér í jökulánni áðurfyrr, þó að það hafi bara verið í smáum stíl. 

Landeigendur binda annars miklar vonir við að laxveiði glæðist í ánni. Þetta er rosalega spennandi verkefni. 

Annars veiddi nú Bóndinn vænan sjóbirting í ánni í vor, nýgengin og vænann.  Fiskurinn hefur verið júní0802 050um 4 pund (held ég, hef sjálf ekkért vit á veiðiskap)

Sorry, ég varð bara að grobba mig aðeins. Smile


mbl.is Tíu laxar úr Jöklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin í sveitina

Jamm, skriðin aftur heim í sveit

Fríið er búið.

Ég hefði nú s.s. alveg gétað verið lengur, en Bóndinn hefur bara svo mikið

að gera.

Nú er það skítmokstur.

Já nóg að gera í sveitinni.

Helgin var annars bara rosalega góð.  Afmælið hans afa tókst mjög vel upp. Og það var rosalega gaman að hitta fólkið sitt.  Svo var svo fínt að hafa barnafólkið aðeins útaf fyrir sig, svo börnin gátu fengið örlitla ró á kvöldin, því ekki veitti af.

Frumburðurinn minn skemmti sér konunglega og náði ótrúlega vel saman við frændsystkyn sín. En það voru þarna líka ein stjúpfrænka 6 ára og einn frændi 3 ára.

Eins var þarna lítil snúlla sem er 5 mánaða, og bara dúlla.

Og svo allir hinir.

Rosalega var þetta gaman.

Skriðum svo heim í gær. Keyrðum allann daginn. Þreyttir en sáttir ferðalangar komu svo heim um kvöldmatarleytið í gær.

 Og elsku stelpurnar mínar voru svo duglegar, alla þessa keyrslu.  Vá hvað ég er ánægð með þær.

 


Ég rambaði...

...inn í Bónus á Selfossi í dag.  Og boy, ó boy hvað er erfitt að versla þar.  Ég versla mikið í Bónus á Egilstöðum og þar er mjög þægilegt að versla.  Bónus á Selfossi er stærri en samt þrengri.  Og ef að það er mikið að gera eins og í dag, þá er bara ekki vinnandi vegur að versla þar. Hún er rosalega þröng og leiðinleg Bónusbúðin á Selfossi.

Fórum annars til borgarinnar stóru í dag.  Heimsóktum tvær frænkur, föðursystur Bóndans og föðursystur mína.  Svo var farið að versla.  Það tók líka llllaaaaannnnnggggggaaaaannnnn tíma.  Og trúið mér.  Það er allt bilað á Selfossi, allstaðar.  


Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband