Leita í fréttum mbl.is

Á sunnlenskum slóðum.

Höfum það rosalega gott í fríinu fyrir sunann.  Það gétur verið gott að skreppa á Hostel Amma af og til.  Mig grunar að ungviðið sé alveg að fíla það.  Annars var skellibjallan að skúra eldhúsgólfið með ömmu áðan.  Þær voru með sitthvorn þveigilinn og skúruðu sem mest þær máttu. Í morgun voru þær að ryksuga og þurrka af og sú litla gaf nöfnu sinni ekkért eftir í hreingerningunum.  Myndarstúlka sem ég á, myndu sumir segja.  En hvort að þessi verkvilji eigi eftir að endast eitthvað áfram það er spurning.  Ykkur að segja vona ég að hún erfi snyrtimennskuna frá honum föður sínum, því að það verður að viðurkennast að ég gét átt það til að vera ansi mikill draslari.  Og æði oft fer það í tuagarnar á snyrtipinnanum manninum mínum.  En svona er bara lífið. Ég er alltaf að læra og það kémur fyrir að ég á það til að vera voða myndarleg.  Ég þreyf meira að segja kaffikönnuna hennar mömmu í gær, bara af einskærum myndarskap.  En nú er ég komin mjög svo vel út fyrir efnið.  Þannig að við höfum það mjög gott.  Hugurinn reykar reyndar til Símonar sem er einn í kotinu í frekar leiðinlegru veðri austur á landi.  Nágrannarnir sem búa í húsunum þrem á sömu lóð eru ekki einu sinni heima.  Vonum bara að honum leiðist ekki allt of mikið.  Æ maður hugar alltaf heim, og þó ég sé borin og barnfæddur sunnlendingur, þá á ég orðið heima fyrir austan.  Það er sá staður sem ég hef valið fjölsyldu minni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Heima er best

Heiður Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband