Leita í fréttum mbl.is

Hvað má, og hvað ekki? Ábyrgir foreldrar.

Þetta er fyrirmyndarforeldri sem tekur í taumanna.  Því miður eru ekki allir foreldrar svona.  Það eru allt of margir foreldrar sem eru svo veruleikafyrrtir að þeir neita að viðurkenna og neita að trúa að börnin þeirra géti gert nokkurn skapaðan hlut af sér.  Litlu englarnir. Nei, ekki börnin þeirra. 

Ég átti vinkonu þegar ég var lítill, mamma hennar var hippi og uppeldið var frekar frjálslegt.  Í raun má segja að krakkarnir hafi mátt géra það sem þeim sýndist.  Enda var það svoleiðis að bróðir vinkonu minnar var til vandræða í skólanum.  En það mátti ekki skamma hann.  Þessi börn voru sko ekki skömmuð.  Og mamma mín fékk einu sinni að heyra það þegar hún ætlaði að fara að skammast.  Þá sagði þessi ágæta frú ,,þú skammar ekki börnin mín!!"  Nú veit ég ekki hvort að hún hefur verið á þeirri línu að hennar börn gerðu aldrei neitt af sér, en hún skammaði aldrei börnin sín.  Síðast þegar ég frétti af þessari vinkonu minni, brjálæðingnum bróður hennar og hippamömmunni, þá bjuggu þau út í Dannmörku og vinkonan átti danskan kærasta. Hvort þau eiga börn, veit ég ekki.

En svo er hægt að ,,skamma" börnin á þess að vera að æpa og öskra.  Ég hafði kennara einu sinni.  Konu á miðjum aldri, sem átti börn og barnabörn, en hún skipti aldrei skapi.  Og bekkjabróðir minn spurði hana einu sinni: ,,Skammar þú aldrei börnin þín?"  Hún sagðist nú ekki beint skamma börnin sín, en hún gerði þeim ljóst hvað mætti og hvað mætti ekki. 

Og það er einmitt það sem er kjarni málsins.  Við verðum að gera börnunum okkar ljóst hvað má og hvað má ekki.  Við þurfum ekki endalaust að vera að æpa og öskra, en börnin okkar þurfa að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna.  Það eru vissir hlutir sem eru ekki æskilegir, og allar okkar gjörðir hafa afleiðingar, góðar eða slæmar.

Þess vegna finnst mér snilld hjá þessari konu að taka bílinn af syninum eftir að hann er búin að komast aftur og aftur í kast við lögin, og vera svo bara með stæla við lögguna.  Þetta er gott dæmi um fyrirmyndarforeldra sem tekur á óæsklegri hegðun afkvæmisins.  

En hvað með pabbann?

  


mbl.is Tók bílinn af syninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég tek ofan hattinn og höfuðið líka fyrir þessari móður sem ákveður að beita forvörnum áður en illa fer. Það er því miður sjaldgæft að foreldrar hafi gáfur til að fatta að þeir verða að setja afkvæmum sínum mörk og beita sjálfsögðum aga á börnin því börn ganga alltaf eins langt og þau komast upp með, það er þeim eðlilegt því þannig læra þau hvað er í lagi og hvað ekki. Allt of margir foreldrar eru nefnilega þannig að það má ekki anda á helv... ormana þeirra, þeir eru heilagir. Gott dæmi um tvo bræður 8 og 10 ára sem ég stóð að verki við að sprauta úr duftslökkvitæki í stigagangi heima hjá mér. Það munaði minnstu að ég fengi gusuna úr slökkvitækinu framan í mig. Þegar ég bankaði hjá móðurinni og sýndi henni hvað synir hennar voru að gera þvertók hún fyrir að þeir hefðu gert nokkuð rangt og var helst á því að ég væri að ljúga upp á kvikindin. Svona foreldrar eiga ekki að fá að hafa börn.

corvus corax, 22.4.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Gott hjá mömmunni!

Sigrún Óskars, 22.4.2008 kl. 19:48

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Aldrei að öskra á börn

Heiður Helgadóttir, 22.4.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Það er engin að tala um að öskra á börn.  En þau þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna.  Ég er sammála þvi að það skyli engu að öskra og æpa.  En foreldrar eiga samt ekki að líta undan.

Þórhildur Daðadóttir, 23.4.2008 kl. 15:35

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er eiginlega alveg sammála þér.Fyrst og fremst að tala við krakkana og gera þeim grein fyrir málunum og að vera ábyrg.

Það er nú svo með okkur foreldra að við elskum þessi gerpi svo mikið að við viljum skilja þau og taka afstöðu með þeim.En við gerum þeim ekkert gott með því að afsaka þau og afneyta gjörðum og talsmáta þeirra.

það ætti að vera stolt hvers foreldris að ala upp siðsaman og ábyrgan einstakling.

En engin er þó gallalaus.

Ég er tek ofan fyrir þessari móður og vil upplýsa að fleiri foreldrar hafa gert þetta,við lítinn fögnuð,án þess að koma í fréttum

Solla Guðjóns, 23.4.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 735

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband