Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

AMEN! Heimur batnandi fer.

Það hýtur náttúrulega að vera þannig að ef að konur fá örlítið frí það eru þær kannski ekki allt of þreyttar þegar í bólið er komið.  Því kynlíf er jú ekkér annað en hreyfing.  Og ef að konur géta ekki hreyft sig af þreytu á kvöldin,  já þá géta þær það ekki.  Svo er líka bara sanngjarnt að kallarnir stundi smá heimilisstörf, þetta eru jú þeirra heimili líka.  Og þeirra börn líka, í flestum tilfellum, svo þeir ættu að hugsa um þau líka.  Sérstaklega þar sem báðir foreldrar vinna úti.  Það er ekki sanngjarnt að konan komi þreytt heim úr vinnu og eigi þá eftir að, elda matinn, þvo 17 þvottavélar og baði öll börnin, og hundinn líka, á meðan kallinn kémur heim úr vinnu, líka dauðþreyttur að sjálfsögðu, og legst upp í sófa að horfa á fréttirnar.  Þá verður frúin kannski líka bara það pirruð á því að hún hefur ekki minnsta áhuga á kallinum þegar upp í rúm er komið. 

Svo gerið bara enn betur, herrar mínir, kannski bara borgar það sig.


mbl.is Fleiri húsverk - meira kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjan fæst ekki fyrir peninga, heldur í vöggugjöf

Þetta kom mér nú s.s. ekki á óvart.  Það er kannski meira af foreldrum okkar í okkur en við viljum viðurkenna, og meira af okkur í börnuny-um okkar en þau vilja viðurkenna.  Það hlítur samt að géfa aurgaleið að barn sem á hamingjusama foreldra hlítur að vera hamingjusamt, þó að það sé samt ekki algillt.  Og á sama hátt hlítur óhamingja á heimili að smitsat til barnanna.   Við þekkjum öll viðkvæðið ,,það er ekki í lagi heima", þegar einhver sýnir óviðeigandi hegðun.  Það að mamma og pabbi stjórni því að miklu leiti hvernig okkur líður, þarf ekki að koma á óvart.  Hvort sem þau gera það meðvitað eða ómeðvitað, með erfðum eða atferli.  Ég er nú eiginlega bara hissa á því að einhverjum skyldi detta í hug að rannsaka þetta, maður hefði haldið að þetta væri svo sjálfsagt.  En þetta er samt áhugavert. 

 


mbl.is Hamingjan er arfgeng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gúrkutíð!

frett_46_gurkaÉg er voða slöpp eitthvað þessa dagana, í blogginu meina ég þá.  Hef satt að segja ekki mikið að segja og líka frekar lítið af fréttum sem ég hef eitthvað að segja um.  Þannig er það bara.  Það er bara óttaleg gúrkutíð eitthvað.   Börnin dafna vel, já og kallinn s.s líka ef því er að skipta.  Já og auðvitað svo moi sjálf líka. 

Datt annars í hug að það gæti verið sniðugt að fara að rifja upp Franse_flagmenntskólafrönskuna.  Ég á jú glósurnar enþá og allt.  Er samt ekki á leiðinni til Frakklands eða neitt, það verður að bíða betri tíma.  Annars bölvaði ég því í sand og ösku um daginn að hafa ekki lært þýsku í menntaskóla líka.  Það hefði í rauninni verið miklu betra.  Þýskan er miklu thyski_faninn_140605meira notuð á Íslandi.  Öll þessi þýsku raftæki og allir þessir þýsku manuellar.  Það eru engir leiðarvísar á frönsku.  Allaveganna ekki manualinn með gervihnattadisknum sem bóndinn fjárfesti í um daginn.  Nei, allra leiðbeiningar þar voru á þýsku, já og BARA á þúsku.  Ekki á ensku, ekki á dönsku, ekki á frönsku, nei bara á þýsku.   Ég var næstum því búin að hringja grenjandi í hana Ástu frænku sem á þýskann eiginmann.  En þetta reddaðist nú.  Þannig eru Animated-Flag-Icelandíslendingar.  Það reddast alltaf allt.  Og hver er s.s líka að lesa leiðarvísirinn.  Íslendngar gera heldur ekki svoleiðis.  Það er ekki innprentað í okkur. 

Kannski er það sjálfsbjargarviðleitnin, kannski er það tóm heimska.  Íslendingar virðast ekki virka sem voðalega skynsöm þjóð.  En við kunnum að bjarga okkur, það meigum við eiga.  Við veljum alltaf erfiðustu leiðinna, og förum gjarnan Krísuvíkurleiðinna að hlutunum.  Þannig eru íslendingar bara.  Við erum vön að þurfa að bjarga okkur við erfiðar áðstæður, og þegar hlutirnir eru of auðveldir þá þyngjum við þá aðeins.  Það virðist lítil skynsemi í þvi, en svona erum við bara. 

Sættum okkur bara við það.  

 


Fyrsta, annað og þriðja.

ScreenTV

Þegar maður eignast börn fer maður ósjálfrátt að hugsa frekar um alla aðra en sjálfan sig.  Það eru allir að segja við nýbakaðar mæður að þær megi nú ekki gleyma að hugsa um sjálfa sig....  en það bara gerist.  Maður kannski ætlar ekki að láta það verða þannig, en þannig er það samt.   Áður en ég átti börn var ég sko með mínar hugmyndir um barnauppeldi.  Börnin mín áttu sko að verða svona og svona, en ég bara stjórna því ekki baun.  Börnin eru einstaklingar hvort sem manni líkar betur eða verr, ekki vélmenni sem hægt er að forrita, þó að vissulega væri það hentugt stundum.  En þá væri heldur ekki eins gaman.  Og eitt var það sem ég ætlaði sko ALDREI að láta eftir börnunum mínum.  Þeim yrði sko ekki plantað fyrir framan sjónvarpið ef að ég þyrfti að gera eitthvað.  Imbinn átti sko ekki að verða barnapía fyrir mig.   En svo eignaðist ég börn.  Og eldra barnið var ekki orðin gömul þegar ég var farin að planta henni á gólfið með fullt af leikföngum í kring, og þar skyldi hún vera, því ég þurfti að elda mar og þvo þvott.  Og henni var plantað fyrir framan barnatímann þegar hann var, og er í sjónvarpinu.  Því þegar hún horfir á barnatímann, þá er minn tími.  Eftir að börnin urðu tvo, þá er þetta aðeins flóknara, því yngri stelpan er ekki farin að fýla teiknimyndir enþá.  Maður er enn að bíða eftir að hún fari að labba.  Já og svo er það nú eitt, ég gat t.d. varla beðið eftir að eldri stelpan færi að labba.  Hún fór svo að ganga óstudd um 14. mánaða aldurinn.  Nú vildi maður óska að hún gæti tekið pásur svona af og til.  Svona 5 mínótna pásur á 5 mínótna fresti.  Það væri fínt sko. Maður þarf jú að pústa stundum. 

En það breytir samt ekki því að þessi kríli eru yndisleg og ég vildi sko ekki skipta fyrir nokkurn hlut.


« Fyrri síða

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 797

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband