21.2.2008 | 16:04
Ég er með kvef og á leiðinni suður.
Já nú er ég hætt! Ég er hætt að hafa áhyggjur af peningumm, framtíðinni eða bara nokkru öðru. Hér eftir reddast allt saman. Maður býr jú á Íslandi, og hjá íslendingum reddast allt. Maður lætur það reddast. Það er ekki eins og maður lépji dauðann úr skél. Allaveganna ekki enþá. En ætli það verði nokkuð. Vonum ekki.
Ég fékk kvef. Já haldiði að kellann hafi ekki bara fengið kvefið sem börnin og bóndinn eru búin að vera með. Og ég sem fer upp á svið að troða upp á þorrablótinu á laugardagskvöldið. Ég verð að vera búin að endurheimta röddina þá.
Ég er á leiðinni suður. Var að panta flugmiða fyrir mig á stelpunar suður um páskanna. Bóndanum stóð til boða að koma með, en það verður bara seinna. Hann þarf að sinna rolluskjátunum. Hann kémur kannski seinna. Við ætlum að vera í 10 daga og fáum vonandi að vera hjá mömmu og pabba á Selfossi. Annars verðum við bara á götunni. Nei ég segi svona.
Lifið heil!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 21. febrúar 2008
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar