Leita í fréttum mbl.is

Á ég börnin mín?

Ég var, um daginn, á mínu venjubundna barnalandsvafri. Skoðaði öll litlu yndislegu krílinn sem búa svo langt í burtu. . Ég sá á einni mynd af litlu frænku minni að hún var klædd í samfellu sem á stóð að hún væri ,,eign" mömmu sinnar. Þess má svo líka geta að annað ófætt frændsystkyni fær að klæðast svona samfellu, þar sem stendur að það sé ,,eign" foreldra sinna. Eflaust finnst mörgum þetta voða sætt og krúttlegt, en ég fékk hálfgert áfall þegar ég sá þetta.

Það er þetta orð ,,EIGN" sem fer svolítið í taugarnar á mér. Ég er sjálf móðir. Ég á tvær yndislegar stelpur en ég lít ekki á þær sem einhverjar eignir. Ég er á því að við fáum börnin okkar einungis lánuð. Það er okkar að líta eftir þeim og hugsa vel um þau, koma þeim til manns áður en þau halda út í hin stóra heim. Stelpurnar mína eru ekki einhverjar ,,eignir" sem hægt er að höndla með, kaupa og selja, eða hvað maður gerir. Þær eru sjálfstæðir einstaklingar, (og trúið mér, stelpurnar mínar eru sjálfstæðar) og þó að ég beri ábyrgð á þeim, hugsi um þær og líti eftir þeim þá eru þær ekki eignir. Ég á börn, en ég ,,á" samt ekki stelpurnar mínar. Ég tek ákvarðannir fyrir þær svona fyrst um sinn, en þegar fram líða stundir taka þær sínar ákvarðannir sjálfar. Ég gét aðeins bent þeim á hvað sé rétt og rangt. En það er nú sem betur fer ekki alveg komið að því. Frumburðurinn er ekki nema tæplega 4. ára.

En börnin mín eru sko ekki ,,eignir". Ég er svo lánsöm að fá þær lánaðar í nokkur ár og verð á endanum að sleppa takinu. Vona að það verði ekki erfitt, það kémur í ljós. Vona samt að þær eigi alltaf eftir að leita til mín, löngu eftir að þær fljúga úr hreiðinu.

 

 


Bloggfærslur 11. júní 2008

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband