9.6.2008 | 14:57
Lognið á eftir storminum
Það er hljótt í stóra húsinu mínu núna. Bara ég og litla snúlla heima núna, og hún sofandi. Vinkonan farin með gauranna sína. Búin að vera hér síðan á fimmtudag, með strákana sína, 4 ára og 5 mánaða. Þannig að hér er búin að vera hasar. Svaka fjör hjá frumburðinum mínum og þeim fjögurra ára. Svo fór mín í leikskólann í dag og þau niður á Reyðarfjörð til teyndó (hennar) svo hér er allt voða hljótt. Og ég búin að komast að því að ég kann ekkért á stráka. Ég þyrfti að fá mér einn. Ég á jú bara stelpur. Þarf að fara að taka til, en nennilegurnar ekki alveg í lægi í augnablikinu. Svona er þetta. Kannski er maður bara alveg búin eftir allann gestaganginn um helgina, að ég tali nú ekki um allt uppvaskið, ég var alveg komin úr allri uppvasksæfingu. Því ekki nóg með að vinkonan væri hér með gauranna um helgina, þá kom annar mágur minn í kaffi á föstudagskvöld, og frúin með. Og á sunnudag kom hin mágurinn og frúin með. Fullt, fullt af uppvaski. Púff, ég er með uppvask á heilanum!!!!! En nú er þetta ekkért mál og ég vaska upp sem aldrei fyrr.
Svo fórum við mæðgur í Kvennahlaup á laugardag, og frumburðinum fannst nú ekki lítið varið í að vera í alveg eins bol og mamma og fá svo pening. BARA STUÐ!!!! Klikkaði á að taka myndavélina með. Það verður bara næst.
En nú ætla ég að fara að SLAPPA AF!!!!
Góðar stundir
9.6.2008 | 13:25
Hvernig er veröldin okkar komin?
Ég horfði á myndbandið, bæði myndböndin, þau eru víst tvö. Og ég verð að segja það að ég vorkenni löggugreyjunum. Hvernig í óskupunum á fólkið að géta unnið vinnuna sína með þennan skara sem vaktar allar hreyfingar þeirra og gjörðir. Þessu myndbandi er greinilega beint gegn lögreglunni. Og að hafa svo þennan brjálaða skríl ofan í sér takandi myndir og skipta sér af. Það eru gömul sannindi að suma menn þarf að taka úr umferð séu þeir drukknir og hvaða aðferðir séu notaðar, það skiptir ekki máli.
Að mínu mati, og það er mitt kalda mat, þá eru unglingar í dag miklu grófari en hér í denn. Ég er nú ekki gömul, en þegar ég var unglingur, fyrir innan við 10 árum síðan, þá sást ekki svona. Ég man ekki eftir að hafa farið á ball þar sem allt varð vitlaust og það þurfti marga lögreglumenn til að yfirbuga einn mann, og aðrir ballgestir ofan í öllu takandi myndir og skipta sér af.
Ég er ekki með því að lögreglan beyti hörku, en hún verður a.m.k. að fá smá vinnufrið.
![]() |
Handtaka á Patró á You Tube |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 9. júní 2008
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar