Leita í fréttum mbl.is

SELFOSS - frekar innileg færsla

Ykkur að segja er ég búin að vera langt niðri undanfarið.  Sakna frumburðarins allsvakalega, en hún kémur heim á morgun. Hún er búin að vera á Selfossi hjá ömmu sinni og afa í nokkra daga.  Og mig langar á Selfoss. 

Við bjuggum á Selfossi þangað til fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan.  Við áttum litla sæta íbúð, stóran garð og bílskúr.  Á Selfossi á ég foreldra mína, bræður og flesta vini mína. Systir mín bjó líka á Selfossi þangað til í vor.  Hún elti mig austur, fann sér mann og býr núna hér.  Það er gott að hafa hana.  En það breytir því samt ekki að ég sakna Selfoss allsvakalega á stundum.  Ég fæ svona köst. Og undanfarið er ég búin að vera í kasti. 

Við höfðum það voða gott á Selfossi.  Höfðum komið okkur vel fyrir. Hefðum reyndar þurft að skipta fljótlega um húsnæði, því íbúðin okkar var lítill.  En þá hefðum við bara gert það. 

En svo fluttum við austur.  Bóndinn til að láta gamlan draum rætast, nú er hann komin heim. Er að taka við búi af föðurbróður sínum og alsæll.  Og ég vissi s.s. ekkért hvað ég var að fara út í, enda hefði ég aldrei slegið til hefði ég séð fram í tímann. 

Jú, jú það á örugglega eftir að verða gott að búa hérna. Þegar maður fer að kynnast fólkinu.  Ef maður kynnist fólkinu.  Því það verður bara að segjast að manni er ekki beint boðin útréttur armurinn hérna.  Það er rosalega erfitt að kynnast fólki hérna.  Fólk er lokað og tekur ekki vel á móti aðkomufólki.  Og það er það sem ég er hérna, aðkomumanneskja. 

En hér er Bóndinn á heimavelli, á heimaslóðum. Alveg eins og Selfoss eru mínar heimslóðir, svona í hjartanu.  Ég er ekki Selfyssingur, en á Selfossi finnst mér ég heima.   

Ég er alin upp í Fljótshlíðinni.  Gékk í skóla á Hvolsvelli og vann þar seinna í stæsta fyrirtæki bæjarins.

En á Selfossi byrjaði lífið.  Þar átti ég mín bestu ár.  Ég gékk þar í framhaldsskóla og eignaðist vini. Fann ástina og lífið.  Þar eignaðist ég börnin mín, (þó að við höfum verið flutt austur þegar Soffía fæddist, þá átti ég hana á Selfossi.) Mér fannst við hafa það gott.

En nú er ég flutt austur.  Ég þekki ekki marga hérna enþá, enda efrfitt að komast inn í samfélagið, og ég búin að hanga heima í fæðingarorlofi. En vonandi á það nú eftir að breytast. 

Það tekur ekki nema klukkutíma að fljúga í bæinn og þrjú korter þaðan á Selfoss.  Selfoss er og verður alltaf minn heimabær. Þó ég sé ekki alin þar upp og þó ég búi þar ekki núna.

SELFOSS ER!!!!

Þessi pistill er skrifaður með fullri virðingu fyrir Austfirðingum. Þeir eru eins og þeir eru og það væri skrítið ef þeir væru öðruvísi.  Ég er bara í einhverju nostalgíukasti. Og það vita allir hvernig þessi nostalgígjuköst eru.

Lifið heil  


Bloggfærslur 13. júlí 2008

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1118

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband