Leita í fréttum mbl.is

Gælurjúpurnar að komast á legg.

Það er það skemmtilega við að búa í sveit að hér er mjög stutt í náttúrunna.  Og það er alveg sérstaklega skemmtilegt hérna í Brúarási að hér er náttúrann beint fyrir utan stofugluggann.  Ég geng út um svalahurðina og þá er ég komin út í móa.  Ég þarf ekki nema að fara fyrir hornið til að komast í berjamó.  Þetta er æðislegt.

ágúst08-rjúpur 012

Og í sumar er búið að vera sérstaklega gaman að fylgjast með rjúpufjölskyldunni sem býr í móanum okkar.  Við hjónaleysin erum búin að hafa gaman af að sjá unganna stækka í hvert skipti.  Við töldum 10 unga.  Og hefur móðirinn haft jafn vökult auga með þeim eins og við í allt sumar.  Þetta eru orðin hálfgerð gæludýr. 

En maður passar sig samt að láta þau í friði og lætur sér nægja að fylgjast með þeim út um gluggana.  Og það hefur borgað sig.  Fuglarnir þekkja okkur orðið og fljúga ekki þó við komum í eins meters fjarlægð.  En það lýðst heldur ekki að fara nær.  Ungarnir eru ornir svo spakir að þeir koma orðið upp á stétt.  Einn þeirra var næstum komin inn áðan. 

En nú eru litlu ungarnir ornir stórir og fljúga brátt úr hreyðrinu.  Maður á eftir að sjá eftir að hafa þá ekki fyrir utan hjá sér.  Vonandi verða þeir bara hér í vetur.  Því það verður sko passað upp á þá.

ágúst08-rjúpur 001

Þessa tók ég út um eldhúsgluggann, einn unginn á stéttunni hjá mér.

ágúst08-rjúpur 006

Þær halda sig gjarnan við bílinn og jafnvel undir honum. Þær eru m.a.s. farnar að koma upp á tröppur.

Þetta eru orðin hálgerð gæludýr hjá manni. Smile


Bloggfærslur 15. ágúst 2008

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1118

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband