15.8.2008 | 15:05
Gælurjúpurnar að komast á legg.
Það er það skemmtilega við að búa í sveit að hér er mjög stutt í náttúrunna. Og það er alveg sérstaklega skemmtilegt hérna í Brúarási að hér er náttúrann beint fyrir utan stofugluggann. Ég geng út um svalahurðina og þá er ég komin út í móa. Ég þarf ekki nema að fara fyrir hornið til að komast í berjamó. Þetta er æðislegt.
Og í sumar er búið að vera sérstaklega gaman að fylgjast með rjúpufjölskyldunni sem býr í móanum okkar. Við hjónaleysin erum búin að hafa gaman af að sjá unganna stækka í hvert skipti. Við töldum 10 unga. Og hefur móðirinn haft jafn vökult auga með þeim eins og við í allt sumar. Þetta eru orðin hálfgerð gæludýr.
En maður passar sig samt að láta þau í friði og lætur sér nægja að fylgjast með þeim út um gluggana. Og það hefur borgað sig. Fuglarnir þekkja okkur orðið og fljúga ekki þó við komum í eins meters fjarlægð. En það lýðst heldur ekki að fara nær. Ungarnir eru ornir svo spakir að þeir koma orðið upp á stétt. Einn þeirra var næstum komin inn áðan.
En nú eru litlu ungarnir ornir stórir og fljúga brátt úr hreyðrinu. Maður á eftir að sjá eftir að hafa þá ekki fyrir utan hjá sér. Vonandi verða þeir bara hér í vetur. Því það verður sko passað upp á þá.
Þessa tók ég út um eldhúsgluggann, einn unginn á stéttunni hjá mér.
Þær halda sig gjarnan við bílinn og jafnvel undir honum. Þær eru m.a.s. farnar að koma upp á tröppur.
Þetta eru orðin hálgerð gæludýr hjá manni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 15. ágúst 2008
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1118
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar