20.9.2010 | 11:36
Allt fínt að frétta bara....
Þegar maður er húsmóðir í námi er bara svo mikið að gera. Því miður hef hef ég ekki gefið mér neinn tíma til að blogga í sumar, en með lækkandi sól stendur það vonandi til bóta. Lenti reyndar í veikindum en er að jafna mig á þeim. Ekkert alvarlegt, var bara að greinast með flogaveiki. Svo nú má ég ekki keyra lengur, og er upp á náð og miskun annara komin. En ég á góða að svo þetta reddast allt saman.
Annars geri ég lítið annað þessa daganna en að lesa barna- og unglingabækur. Er í tveimur kúrsum í Háskólanum þar sem uppistaðan í lesefninu eru þesslags bókmenntir. Ég hef reyndar mjög gaman af. Er eimnitt að uppgvötva hvað Guðrún Helgadóttir er alveg brilljant höfundur. Er búin að vera að lesa bernskuminningar hennar: Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni. Ótrúlega skemmtilegar bækur og Guðrún segir svo skemmtilega frá. Við fullorðna fólkið getum haft alveg jafn gaman af sögunum eins og börnin, en samt á allt annann hátt.
En nú er þetta að breytast í eitthvað bókmenntablogg hjá mér. En það er allt í lagi. Ætli þetta verði ekki bara dáldið þanning fram að áramótum. En það gerir ekkert til. Það má hafa gaman af bókmenntum, og það hef ég. Vona svo að ég hafi tíma fyrir ykkur öll í vetur. ´
Góðar stundir!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 20. september 2010
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar