8.2.2008 | 13:34
Föstudagur = flöskudagur?
Ekki hjá mér. Eina flaskan sem ég drekk úr er kókflaskan, enda alger kókisti. Það er kannski bara eins gott að það sé ekki alkóhól í flöskunni, því þá væri ég örugglega orðin alkóhólisti.
Ætla annars að fara að reyna að vera svolítið skemmtileg á blogginu. Vona að það hafist. Maður er bara búin að vera svo andsk... þunglyndur í þessu ömurlega veðri sem búið er að skekja klakann. En koma tíma koma ráð. Með hækkandi sól batnar skapið vonandi.
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, með hækkandi sól - batnar skapið og vonandi veðrið. Dagurinn lengist og lengist og veðrið er alltaf það sama. Það verður samt betra veður í kvöld fyrir austan hjá þér en hér fyrir sunnan. Maður opnar bara Pollýanna.is og hefur það kósý í kvöld með kertaljós í sófanum. Kveðjur úr fárviðrinu á Álftanesi.
Sigrún Óskars, 8.2.2008 kl. 19:34
Allt hefur sinn tíma..........mér fannst eiginlega í dag bara vera koma vor þegar fór að rigna......en hér eru búnar að vera þrumur og eldingar í kvöld svo líktist helst ragarökum.....
Knús á ykkur.
Solla Guðjóns, 9.2.2008 kl. 03:55
hæ hæ. Rakst á síðuna þína þegar ég var að lesa hverjir væru að blogga um fréttir á mogganum.
Ég lá með þér á fæðingardeildinni síðasta haust. Sé að þín dama er ekkert smá myndarleg og hefur heldur betur stækkað og breyst mikið. Flott nafnið hennar. Okkar piltur heitir Kári, já og bara Kári. Alltaf verið að spyrja hvort hann heiti ekki eitthvað meira en það en okkur fannst það bara alveg feiki nóg. Hann er bara á brjósti og pundið í honum er heldur þungt. Hann er vær og góður og hvers mans hugljúfi.
Gangi þér súper vel.
Ragnhildur Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 16:05
Kári er nú bara flott nafn eitt og sér.
Þórhildur Daðadóttir, 11.2.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.