11.2.2008 | 13:15
Mánudagur, til mæðu?
Það er rigning á Héraði í dag. Rigning og rok. Það er nú snöktum skárra en þessi blessaði snjór alltaf. Ég fór með Siggu í leikskólann í morgun í þessu líka fína veðri. Ég var m. a. s. farið að gæla við að ég gæti þurrkað þvottinn úti, en, nei þá fór að rigna og hvessa. Það hlánar þá sem er mjög gott.
Það var flaggað í hálfa stöng hjá kirkjunni á Egilstöðum í morgun, þegar ég var þar á ferðinni. Það þýðir að það er einhver dáin. Við gétum nú s.s ósköp lítið gert við því þó einhver deyi. Það er jú það eina sem við gétum gengið að vísu í lífinu. Það er dauðinn. Því ,,eitt sinn verða allir menn að deyja" eins og skáldið sagði. Þegar ég kom svo heim settist ég niður og fór að lesa Fréttablaðið síðan í gær. Og þar sá ég auglýsingu. ,,Febrúartilboð á legsteinum og fylgihlutum 10 - 50% afláttur". Þetta er bara eins og útsala í tískuvöruverslun. Og ég fór að spá í hvað mannskeppnan er hégómleg. Að jafnvel í dauðanum og eftir dauðan skulum við vera svona upptekin af útliti og ýmind okkar. Og það er svo skrítið að verstu skúrkar, þeir þurfa ekki annað en að deyja, þá verða þeir mikilmenni og allir tala svo fallega um þá. Það má ekki tala illa um þá látnu. Enda s.s. enginn ástæða til þess. En þessi pæling á ekkért skylt við dauðsfallið á Egilstöðum og fánan í hálfa stöngina.
Ég bý í sveit. En ég á samt nágranna sem að mér finnst mjög gott. Hundur nágrannana, sem reyndar er besta grey, held ég, hann liggur oft á glugganum hjá mér, svo að kattargreyjið mitt þorir ekki fyrir sitt litla líf að skríða undan sófanum. En þetta er bara svona bara smá útúrdsúr.
Það er allt gott að frétta af okkur öllum, allir hressir og kátir. Þó að reyndar hafi verið voða mánudagur í mannskapnum í morgunn. Það má segja að það hafi verið hundur í sumum.
Verð að hætta, það er nefnilega bein útsending frá einu ruglinu enn í borginni og ég fylgist spennt með.
BÆÓ
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski að folk noti tækifærið og panti sér stein á niður settu verði
Heiður Helgadóttir, 11.2.2008 kl. 17:10
Þetta febrúar-tilboð undirstrikar frasann: Eins dauði er annars brauð.
Er ekki sammála að mánudagar séu til mæðu, þeir eru upphafið af góðri viku, sem er að vísu alltof fljót að líða.
Sigrún Óskars, 11.2.2008 kl. 23:02
Góður pistill hjá þér.
Knúsaðu Símon og stelpurnar í tætlur frás mér.
Solla Guðjóns, 12.2.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.