Leita í fréttum mbl.is

Ég fór í Bónus....

2220299Sem er kannski ekki í frásögur færandi. En alltaf skal ég blóta jafn mikið þegar ég fer þaðan út.  Ekki yfir verðinu, nei, verðið er gott.  Maður versla ódýrara í Bónus.  En hvaða dúddi var það sem hannaði þessar bónusverlannir. Og bara verslannir yfirleitt.  Á Egilstöðum eru tveir súpermarkaðir. Og skipulagið þar er nokkurnvegin eins. Þegar þú kémur inn bíður þín allskonar bakkelsi.  Kleinur snúðar, kökur og dýrindis kræsingar.  Svo kémur grænmetið og ávextirnir.  Og svo kémur allt þunga dótið.  Ísin, mjólkin og það allt.  Og maður vandar sig mjög að versla.  Passa að setja ekki mjólkina ofan á vínarbrauðið, svo það kremjist nú ekki og alls ekki að setja 2 lítra ísdolluna ofan á salatið.  Maður puðar við að skipuleggja svo að allt fari nú örugglega vel og það fari vel um allt.  Svo kémur maður að kassanum. Og maður vandar sig líka við að raða öllu á færibandið svo allt fari nú sem best út úr verslunnarferðinni.   En hvað gérist.  Við lendum í þessu sem stundum magninnkaup.  Með fullri virðingu fyrir blessuðu starfsfólkinu þá endar það á að kremja fyrir manni blessaða vöruna, með því að ýta kleinunum út í vegg og mjólkini þar ofaná.  Ég kém oft og yðulega örg úr verlsunnarferð því maturinn er eitthvað svo mikið ólystugri ef hann er allur í kremju. Fólkið á kassanum mætti nú alveg aðeins pæla í þessu.  Ég veit alveg að það gétur oft verið mikið að géra, ég er jú sjálf kassadama, en smá virðing fyrir kúnnanum sakar ekki.  Þú sérð alveg kvernig kúnninn raðar upp á færibandið, hvort honum er sama þó maturinn klessist eða ekki.

Nei maður spyr sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég fer alltaf í Bónus um helgar og kaupi inn fyrir vikuna. Það er nú ekki svo hröð afgreiðslan í Hafnarfirði að allt klessist á bandinu. Maður bara raðar jafnóðum í töskurnar og allt fer vel. Það er samt enginn hægagangur. Eina sem ég þarf að hugsa um er að kassadömurnar hendi ekki kókinu til og hristi allt gosið úr því. Heyrðu, það er annað sem þarf að passa, það er að verðið passi, það sem stendur á hillunni og það sem stimplað er í kassann.

kveðja úr rigningunni að sunnan.

Sigrún Óskars, 14.2.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

maður passar að hafa allt það þunga neðst í körfunni en brauð og slíkt efst. svo við kassann verður maður að gramsa eftir þessu sem neðst er, til að fara fyrst á færibandið svo það raðist örugglega allt rétt í pokana.

þetta er full vinna

Brjánn Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 17:17

3 identicon

Þetta eru nú meiri leiðindin

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 18:17

4 identicon

Alveg sammála. Það fer allt í kremju við kassann

kristrún (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 19:17

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Já alveg rétt hjá þér ég nefnilega líka í Bónus í dag nema á Selfossi og þú þekkjir nú til þar.....ég vanda mig líka svona því röðunin er mikilvæg þegar meður fer í þessar óskipulaögðu búðir.....ég kepptist við afgreiðslustrákinn að setja í poka eftir nákvæmri og úthugsaðri röðun en hafði ekki við.....þannig að mjúku hlutirnir sem ég átti eftir fóru í kremju og .......

Solla Guðjóns, 15.2.2008 kl. 00:25

6 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Já það er sko full vinna að versla inn.

Þórhildur Daðadóttir, 15.2.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 954

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband