19.2.2008 | 11:42
Að vinna eða ekki vinna.... frá börnunum?
Nú fer fæðingarorlofið að veða búið og ég er að velta því fyrir mér hvort ég fari að vinna strax aftur. Ég hefði s.s. átt að vera búin að hnýta lausa enda áður en ég fór í frí, en ég er bara svo glötuð í að plana fram í tímann (lifi svo gersamlega í núinu). En á meðan að ég er búin að vera í fæðingarorlofi þá er búið að skipta um verslunnarstjóra í verslunninni sem ég vinn í,svo mér finnst ég svolítið ég vera að byrja upp á nýtt. Svo stendur mér til boða tvær aðrar vinnur. En ér ég tilbúin að fara að vinna frá barninu mínu? Hún verður ekki nema rúmlega 5 mánaða um mánaðarmótin, þegar ég ætti að vera að byrja að vinna. Svo pínulítil enþá.
Við á Fljótsdalshéraði búum svo vel að við komum börnunum okkar inn á leikskóla þegar þau eru um eins árs aldurinn. Það eru að vísu bara tekin inn börn á haustin svo það er svolítið misjafnt. Þeir sem flytja hingað í nóvember gætu þurft að bíða ár eftir plássi. En það er efni í annan pistil. Ég var svo sniðug að ég átti mitt barn í september þannig að það passar alveg upp á það.
Svo ég spyr mig hvort að það borgi sig fyrir mig að bíða með vinnu þangað til í haust þegar hún kemst inn á leikskóla. Það er nefnilega næstum alveg vonlaust að fá dagmömmu í sveitarfélaginu. Svo langar mig kannski líka að eiga sumarfríið með eldra barninu. En ef ég fer að vinna núna þá verð ég að vinna í allt sumar. Eða það liti allt út fyrir það.
Svo eru það tekjurnar. Maður fær náttúrulega ekki neinar tekjur ef maður vinnur ekki neitt. Og eins og þjóðfélagið er orðið skipta peningar orðið allt of miklu máli. En það er líka efni í annann pistil. Ekkért fæst ókeypis í henni veröld og sérstaklega ekki ef maður á börn. Þannig er nú það.
Svona er lífið!
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÆJ elskan mín það er úr vöndu að ráða.Það er margt að ath í þessum efnum...Hugsanlega getur þú beðið með þetta fram á vor og fengið brnapíu ...svo þessir eilífu peningar.....
Þú finnur út úr þessu.
Knús á ykkur öll.
Solla Guðjóns, 19.2.2008 kl. 16:19
Já, það er nú málið. Þessir eilífu peningar.
Þórhildur Daðadóttir, 20.2.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.