Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta, annað og þriðja.

ScreenTV

Þegar maður eignast börn fer maður ósjálfrátt að hugsa frekar um alla aðra en sjálfan sig.  Það eru allir að segja við nýbakaðar mæður að þær megi nú ekki gleyma að hugsa um sjálfa sig....  en það bara gerist.  Maður kannski ætlar ekki að láta það verða þannig, en þannig er það samt.   Áður en ég átti börn var ég sko með mínar hugmyndir um barnauppeldi.  Börnin mín áttu sko að verða svona og svona, en ég bara stjórna því ekki baun.  Börnin eru einstaklingar hvort sem manni líkar betur eða verr, ekki vélmenni sem hægt er að forrita, þó að vissulega væri það hentugt stundum.  En þá væri heldur ekki eins gaman.  Og eitt var það sem ég ætlaði sko ALDREI að láta eftir börnunum mínum.  Þeim yrði sko ekki plantað fyrir framan sjónvarpið ef að ég þyrfti að gera eitthvað.  Imbinn átti sko ekki að verða barnapía fyrir mig.   En svo eignaðist ég börn.  Og eldra barnið var ekki orðin gömul þegar ég var farin að planta henni á gólfið með fullt af leikföngum í kring, og þar skyldi hún vera, því ég þurfti að elda mar og þvo þvott.  Og henni var plantað fyrir framan barnatímann þegar hann var, og er í sjónvarpinu.  Því þegar hún horfir á barnatímann, þá er minn tími.  Eftir að börnin urðu tvo, þá er þetta aðeins flóknara, því yngri stelpan er ekki farin að fýla teiknimyndir enþá.  Maður er enn að bíða eftir að hún fari að labba.  Já og svo er það nú eitt, ég gat t.d. varla beðið eftir að eldri stelpan færi að labba.  Hún fór svo að ganga óstudd um 14. mánaða aldurinn.  Nú vildi maður óska að hún gæti tekið pásur svona af og til.  Svona 5 mínótna pásur á 5 mínótna fresti.  Það væri fínt sko. Maður þarf jú að pústa stundum. 

En það breytir samt ekki því að þessi kríli eru yndisleg og ég vildi sko ekki skipta fyrir nokkurn hlut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Já, það er betra á að horfa en í að komast. Maður ætlar aldrei að........, svo kemur það í bakið á manni. Þekki þetta vel.

Sigrún Óskars, 4.3.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Góður pistill hjá þér.....það er ekki alltaf eftir hugmyndinni sem hlutirnir gerast....

knús

Solla Guðjóns, 5.3.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband