Leita í fréttum mbl.is

Gúrkutíð!

frett_46_gurkaÉg er voða slöpp eitthvað þessa dagana, í blogginu meina ég þá.  Hef satt að segja ekki mikið að segja og líka frekar lítið af fréttum sem ég hef eitthvað að segja um.  Þannig er það bara.  Það er bara óttaleg gúrkutíð eitthvað.   Börnin dafna vel, já og kallinn s.s líka ef því er að skipta.  Já og auðvitað svo moi sjálf líka. 

Datt annars í hug að það gæti verið sniðugt að fara að rifja upp Franse_flagmenntskólafrönskuna.  Ég á jú glósurnar enþá og allt.  Er samt ekki á leiðinni til Frakklands eða neitt, það verður að bíða betri tíma.  Annars bölvaði ég því í sand og ösku um daginn að hafa ekki lært þýsku í menntaskóla líka.  Það hefði í rauninni verið miklu betra.  Þýskan er miklu thyski_faninn_140605meira notuð á Íslandi.  Öll þessi þýsku raftæki og allir þessir þýsku manuellar.  Það eru engir leiðarvísar á frönsku.  Allaveganna ekki manualinn með gervihnattadisknum sem bóndinn fjárfesti í um daginn.  Nei, allra leiðbeiningar þar voru á þýsku, já og BARA á þúsku.  Ekki á ensku, ekki á dönsku, ekki á frönsku, nei bara á þýsku.   Ég var næstum því búin að hringja grenjandi í hana Ástu frænku sem á þýskann eiginmann.  En þetta reddaðist nú.  Þannig eru Animated-Flag-Icelandíslendingar.  Það reddast alltaf allt.  Og hver er s.s líka að lesa leiðarvísirinn.  Íslendngar gera heldur ekki svoleiðis.  Það er ekki innprentað í okkur. 

Kannski er það sjálfsbjargarviðleitnin, kannski er það tóm heimska.  Íslendingar virðast ekki virka sem voðalega skynsöm þjóð.  En við kunnum að bjarga okkur, það meigum við eiga.  Við veljum alltaf erfiðustu leiðinna, og förum gjarnan Krísuvíkurleiðinna að hlutunum.  Þannig eru íslendingar bara.  Við erum vön að þurfa að bjarga okkur við erfiðar áðstæður, og þegar hlutirnir eru of auðveldir þá þyngjum við þá aðeins.  Það virðist lítil skynsemi í þvi, en svona erum við bara. 

Sættum okkur bara við það.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo eru sumir eins og ég sem reyna eftir mætti að fresta því að gera hlutina.

Siggi D (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Heiður Helgadóttir, 6.3.2008 kl. 10:13

3 identicon

Eins og þú lærði ég frönsku í menntó, en tók svo þýskuna löngu seinna. Die deutsche Sprache ist einfacher als mann denkt!

Jens (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband