11.3.2008 | 12:10
Gubbupest, EN GAMAN!
Já gubbubestin er komin í hús. Skellibjallan er sko engin skellibjalla í dag, liggur bara sofandi í sófanum drulluslöpp og ælandi. Við snérum við á leiðinni í leikskólann í morgun því hún gubbaði í bílinn, ÆÐISLEGT. Og nú þarf kallinn að taka sér frí eftir hádegi svo ég komist með hitt barnið til læknis. Sú er að fara til húðlæknis því hún fékk þennann líka svaka áblástur á hálsinn. Já hún fékk herpessýkingu í fellingar á hálsinum og er búin að vera á smirslum og kremi núna í nokkra daga. Hún er reyndar miklu betri en ég fer með hana til sérfæðings á eftir. Sérfræðings sem er á staðnum. En það er frekar óvenjulegt hérna á Austurlandinu. Venjulega koma þeir bara svona dag og dag, en þessi er hérna að staðaldri sem er mjög gott. Við höfum ekki einu sinni augnlækni á staðnum. Þeir koma einstaka sinnum. En svona er þessi heilbrigðisþjónusta. Þannig að hér er fjör á heimilinu. Og við sem ætlum að fljúga suður á laugardaginn. Það skal hafast.
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara þriðjudagur í dag, þú hefur þrjá heila daga að koma heilbrigðisástandinu í betra horf. En gubbupest gengur hratt yfir sem betur fer og vonandi kemur allt gott út úr heimsókninni hjá húðlækninum. Gangi þér bara vel og ég hugsa til þín.
p.s. ég hélt að karlinn þyrfti að taka sér frí til að þrífa bílinn
Sigrún Óskars, 11.3.2008 kl. 20:32
Takk fyrir það. Það kom reyndar allt gott út úr læknisheimsókninni. Við fengum góðar fréttir.
p.s. ég verð sko sjálf að sjá um að þrífa bílinn,
Þórhildur Daðadóttir, 12.3.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.