Leita í fréttum mbl.is

Spara, spara, spara

Það er kreppa á landinu litla.  Allir þurfa að spara.  Þegar Ég var að gramsa um daginn rakts ég á lítin pésa sem mig minnir að ég hafi fengið á námsárum mínum.  Námsmenn eru jú alltaf að spara. Í þessum pésa eru 153 sparnaðarráð.  Misgáfuleg eins og að leigja málverk á veggina, í staðinn fyrri að kaupa þau. Hver segir að maður verði að hafa málverk á veggjunum?  Svo eru líka sparnaðarráð sem allir fara eftir. Eins og að fara með flöskurnar og dósirnar í Endurvinnsluna. (sem minnir mig á það: ég þarf að fara að telja) Það eru flestallir sem géra það.  En svo eru líka alveg stórkostlega sniðug ráð og langar mig að birta hér. 

Litla kverið heitir Sparibók Landsbankans og kom út í janúar 2003

Ég birti sparnaðarráðin af handahófi:

,,005 Oft má drýgja fljótandi sápur og sjampó um 1/3 með vatni án þess að það komi niður á hreinlætinu." 

Þetta geri ég mikið.  Ég helli alltaf vatni í allar sápur, sjampó og m.a.s. uppþvottalögin þegar flaskan fer að verða búin.  Svínvirkar.

"013 Lifðu einföldu lífi, að hjóla sparar peninga og bensín og er ókeypis líkamsrækt.  Lestu bók í stað þess að leigja mynd eða leiktu við börnin."

Vá! Ég lifi einföldu lífi.  Ég hef varla leigt spólu síðan Sigga fæddist. (hún verður 4 í haust).  Það er rétt svo að ég horfi á sjónvarpið.  En að leika við krakkana? Ójá það er sko mikið gert á þessu heimili.  Sérstaklega upp á síðkastið, þar sem Sigga er búin að þurfa mjög mikla athygli.

"018 Skerðu hvers kyns túbur í tvennt og kreistu allt úr þeim áður en þú hendir þeim." 

Þessu man ég eftir.  Pabbi kallinn gerði þetta oft og ég man eftir að hafa séð hann ,,skéra upp" íssósutúbu og skafa úr henni.   

Þannig að ég er kannski ekki svo glataður sparari eftir allt saman. ToungeBlush 

Á Héraði er alveg yndislegt veður í dag.  Snjóföl yfir og glampandi sólskyn en frekar kalt.  Svona ekta páskaveður.  Mér finnst þetta rosa fallegt veður.  Gott gluggaveður.  Vorveður á Austurlandi.  Vonandi er bara að koma vor.

Var að fá þær fréttir að trukkagellan systir mín er búin að fá vinnu hjá Malarvinnslunni og kémur því austur í vor.

Já ég held bara að það sé að koma vor. GrinCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband