11.4.2008 | 11:48
Nú varð mér á
Og viðurkenni mistök mín fúslega. Uppskriftin í síðustu færslu er af jólaköku en ekki brúnköku. Bið ég alla ynnilega afsökunar á þessari skyssu minni og læt fylgja hér réttu uppskriftina af brúnkökunni hennar mömmu.
BRÚNKAKA mömmu
125 gr. smjörlíki
150 - 170 gr. púðursykur
½ tsk. kanill
1 egg
½ tsk negull
½ tsk sódaduft
250 gr. hveiti
1½ dl. súrmjólk
Og gangi nú öllum vel með baksturinn.
Sparnaðarráð dagsins í Sparibók Landsbankans:
,,043 Þú gétur sparað þér eldhúsrúllukaup ef þú ert með nóg af viskastykkjum og tuskum í eldhúsinu."
Þekki þetta vel. Ég keypti ekki eldhúsrrúllur í einhver 3 ár eða eitthvað. En ég var líka alltaf að þvo viskastykki og tuskur, svo það er spurning hvort þetta spara þvottaefni. Nota enþá viskastykki stundum til að þurrka framan úr börnunum (en þau verða að var alveg hrein) Svo að það er ekki endilega nauðsynlegt að eiga eldhúsrúllur í eldhúsinu.
Og hérna er einn rúllubrandari (reyndar ekki eldhúsrúllubrandari heldur klósettpappírsbrandari)
Konan: ,,Ég er með svo lítil brjóst, hvernig ætli ég géti fengið stærri?"
Karlinn: ,,Taktu klósettpappír og nuddaðu honum í skoruna á milli brjóstana."
Konan: ,,Ha, virkar það?"
Karlinn: ,,Nú það virkar á rassinn á þér"
Hefði ég gengið frá mínum manni ef hann hefði sagt eitthvað svona.
Eigið svo góða helgi öllsömul
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.