9.6.2008 | 14:57
Lognið á eftir storminum
Það er hljótt í stóra húsinu mínu núna. Bara ég og litla snúlla heima núna, og hún sofandi. Vinkonan farin með gauranna sína. Búin að vera hér síðan á fimmtudag, með strákana sína, 4 ára og 5 mánaða. Þannig að hér er búin að vera hasar. Svaka fjör hjá frumburðinum mínum og þeim fjögurra ára. Svo fór mín í leikskólann í dag og þau niður á Reyðarfjörð til teyndó (hennar) svo hér er allt voða hljótt. Og ég búin að komast að því að ég kann ekkért á stráka. Ég þyrfti að fá mér einn. Ég á jú bara stelpur. Þarf að fara að taka til, en nennilegurnar ekki alveg í lægi í augnablikinu. Svona er þetta. Kannski er maður bara alveg búin eftir allann gestaganginn um helgina, að ég tali nú ekki um allt uppvaskið, ég var alveg komin úr allri uppvasksæfingu. Því ekki nóg með að vinkonan væri hér með gauranna um helgina, þá kom annar mágur minn í kaffi á föstudagskvöld, og frúin með. Og á sunnudag kom hin mágurinn og frúin með. Fullt, fullt af uppvaski. Púff, ég er með uppvask á heilanum!!!!! En nú er þetta ekkért mál og ég vaska upp sem aldrei fyrr.
Svo fórum við mæðgur í Kvennahlaup á laugardag, og frumburðinum fannst nú ekki lítið varið í að vera í alveg eins bol og mamma og fá svo pening. BARA STUÐ!!!! Klikkaði á að taka myndavélina með. Það verður bara næst.
En nú ætla ég að fara að SLAPPA AF!!!!
Góðar stundir
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 954
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvennahlaup - núna um helgina ??? já einmitt það hehehe..... ég ekki inní þessu sko enda út í sveit og enn að stússa í lambfé.
Knús á þig.
JEG, 9.6.2008 kl. 17:14
Enn að stússa í lambfé? Hér á þessum bæ er sko búið að sleppa öllu á heiðina. Búið að koma áburðinum á túnin og bara beðið eftir sprettu.
Sprettur á öllum!!!
Þórhildur Daðadóttir, 10.6.2008 kl. 10:45
Ja sko það er enn óbornar 9 ær og þar sem að farið var seint í að gera við varnargirðinguna þá er bara ný búið að opna út af túnum uppá fall. En við erum með einkaafrétt og erum í horni á mörkum 3ja varnarhólfa svo að maður er ekki að taka neina sénsa sko. Enn eru nokkrar lambær inni en það er jú ekki hægt að henda þeim bara öllum í einu út heheh.... En þetta er alveg að verða búið.
Búið er að bera á helminginn af túnunum og spretta verður eflaust tímanlega vegna þess hversu gott vorið var.
Knús á þig.
JEG, 10.6.2008 kl. 12:35
Já það er margt að gera í sveitinni.
Knús!!!
Þórhildur Daðadóttir, 11.6.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.