25.6.2008 | 11:19
Paddington 50 ára
Hver man ekki eftir krúttlega bangsanum Paddington sem heitir eftir lestarstöðinni frægu í London.
Í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar í Bretlandi er verið að halda upp á 50 ára afmæli þessarar elsku.
Ég man eftir að hafa horft á þætti um Paddington í æsku og þótti þeir agalega skemmtilegir. Hann var svo sætur og góður þessi litli bangsi sem fannst á brautarstöðinni og elskaði samlokur með marmelaði.
Hann var bara svo agalega mikið krútt.
En hvar er Paddington nú?
Konan á bak við Paddington heitir Shirley Clarkson, og er einna þekktust fyrir að vera móðir Jeremy Clarkson sem er þekktur sjónvarpsmaður í Bretlandi. (íslenskir sjónvarpsgláparar hefa sjálfsagt séð hann í Topgear). Shirley skapaði sér nafn þegar hún stofnaði fyrirtækið Gabrielle Designs lítið fyrirtæki sem í fyrstu seldi mismunandi tetegundir í Doncaster en óx að lokum upp í alþjóðlegt fyrirtæki sem selur bangsann sæta út um allan heim.
Opinber heimasíða Paddington: http://www.paddingtonbear.co.uk
Heimasíða sjónvarpsþáttarins ,,This Morning" á ITV: http://www.itv.com/Lifestyle/ThisMorning/default.html
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann er alltaf svo sætur, og svo eldist hann svo vel
Heiður Helgadóttir, 25.6.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.