10.7.2008 | 14:02
Akkurat núna...
...bara nenni ég ekki að vera til. Ég nenni ekki að draga andann. Finnst raunar varla taka því. Frumburðurinn er enþá í vellistingum á Selfossi hjá ömmu sinni og afa, Bóndinn í heyskap, að binda, rúlla fyrstu túninn. Litlan sofandi og ég sit hérna og hundleiðist. Nóg að géra! Ég bara nenni því ekki! Og auðvitað er þessi blessaða eldgamla hhhhææææægggggggenga nettenging mín alveg extra hæggeng í dag. Enda er ég að spá í að fara að skipta. Því að ef ég á að vera í góðu sambandi við umheiminn, þá verð ég að hafa góða nettengingu. En þar sem ég bý upp í sveit, þá á ég ekki kost á að fá mér ADSL. Ég fengi mér pottþétt svoleiðis ef ég gæti. En nú verð ég að fara að kanna hvað er best. Hvað virkar hjá mér, og hvað það kostar. Það kostar allt orðið svo mikið. En þar sem ég nenni ekki neinu núna þá nenni ég ekki þessu heldur. Fer á stúfanna á morgun, kannski.
Kveðjur úr sveitinni
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fátt er meira þreytandi en þetta net, þegar að það ekki vill, en þú vilt. En ef að það er smá huggun, þá er ég stundum í vandræðum með mitt net.
kveðjur
Heiður Helgadóttir, 10.7.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.