Leita í fréttum mbl.is

Ég er...

...ekki búin að drekka einn einasta kaffibolla í allann dag.  Sem verður að teljast afrek út af fyrir sig.  Ég hef reyndar drukkið dáldið kók í staðinn og þannig sennilega fengið upp í koffínþörfina.   Er einmitt að drepast í maganum núna.  Við litla erum bara tvær heima.  Bóndinn og Frumburðurinn fóru í fjárhúsin.  Bóndinn var búin að vinna snemma, sem er bara gott.  Það er alltaf gott að fá hann heim. 

Við mæðgur fórum í kaupstað fyrir hádegi.  Til stóð að fara í bankann með reikninga til að borga, því ég þóttist nokkuð viss um að bankarnir væru þeir einu sem myndu opna svona snemma.  En nei!  Landsbankinn opnaði ekki fyrr en kl. 13.   Ég nennti nú ekki að bíða eftir því.  En ég komst í Bónus, svo heimilið slapp við að verða mjólkurlaust.  En ég gat svo borgað annan gíróseðilinn í heimabankanum, en ekki hin.  Sem verður að teljast dálítið skrítið þar sem þeir eru frá sama aðila.  Svona er þetta bara.  Þetta hefur s.s. komið fyrir áður, en þá hef ég alltaf gétað farið í útibúið og þau hafa reddað þessu fyrir mig.  Þau kunna á þessa kauða sem ekki gétað géfið út alminnilega greiðsuseðla.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Gleðilegt nýja árið og gaman að fá blogg frá þér á ný.  Vona að þú hafir átt notalega stundir um jól og áramót.  Kveðja úr Hrútósveitó. 

JEG, 2.1.2009 kl. 17:15

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Gleðilegt ár Þórhildur og gaman að "heyra" frá þér aftur úr sveitinni.

bestu kveðjur frá Álftanesinu

Sigrún Óskars, 3.1.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband