17.4.2009 | 17:52
Vorið er komið í Brúarás...
...og frúin komin í sumarskap. Finnst ótrúlega gaman að vakna við fuglasöng á morgnanna, en þó jafnvel enþá skemmtilegra að sofna undir honum á kvöldin. Skóarþrestirnir hópast að í umvörpum og álftir og gæsir kroppa á túnunum. Og í gær sá Bóndinn m.a.s. lóuna. Snjórinn er óðum að fara, og krakkarnir í skólanum eru alltaf úti að leika sér. Vinsælast er að fara í Eina Krónu. Já kannski kunna börn að leika sér enþá. Frúin á þessum bæ er komin í heilmikið vorskap. Stefnir þó ekki sérstaklega á neina vorhreingerningu þétta árið, þar sem til standur að flytja um mitt sumar. Þá þarf maður hvort eð er að þrífa. Svo er Bóndinn alltaf svo duglegur að halda í horfinu.
Heil og sæl!
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frú mín góð - vorið er sko komið - ekki spurning.
Gangi þér vel í þrifum og mundu að enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur. Skrítið hvað maður getur átt mikið af dóti
Sigrún Óskars, 18.4.2009 kl. 09:32
Já það er sko hverju orði sannara.
Þórhildur Daðadóttir, 18.4.2009 kl. 13:07
Til hmingju með frúar titilinn
Heiður Helgadóttir, 20.4.2009 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.