13.8.2009 | 09:04
Trans- Bi- eða Homo, eða eitthvað annað?
Ég fór að spá um daginn þegar vinkona mín á Fésbókinni góðu fór að óska samkynhneigðum og bi og trans til hamingju með hátíðinna um síðustu helgi. Þar sem ég er sérleg áhugamanneskja um íslenskt mál þá fór ég að hugsa um það af hverju þessi orð eru bi og trans. Eftir því sem ég veit þá eru til þessi fínu íslensku orð yfir þetta fólk, orð sem eru ekki á neinn hátt niðrandi heldur. Tvíkynhneigð og kynskipti. Þá tölum við um tvíkynhneigt fólk og kynskiptinga. Eða ég vona að fólk móðgist ekki við þessi heiti. Því eins og ég tek því þá finnst mér fólk fela sig á bak við ensku heitin og ég skynja ákveðna feimni þegar fólk notar þau. Það eru samkynhneigðir og tvíkynhneigðir og kynskiptingar á Íslandi. Og þeir mega bara alveg vera íslenskir eins og hinir.
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bi og trans eru stutt orð og þægileg - er það ekki bara þess vegna sem þau eru notuð? skil samt alveg hvað þú ert að fara - við eigum auðvitað að nota íslensku orðin frekar
kveðjur til þín
Sigrún Óskars, 15.8.2009 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.