3.12.2009 | 13:17
Poker, punktur, olsen olsen
Nú eru unglingarnri okkar farnir að spila ólsen ólsen upp á peninga. Ættum við þá ekki bara að halda stærsta ólsen ólsen mót landsins í henni Reykjavík?
Allir sem opna einhverntímann fyrir sjónvarp hafa væntanlega séð allar þær pókerauglýsingar sem á okkur dundu fyrr á árinu. Öll þessi pókermót sem sögð voru alveg lögleg og ekkért væri að.
Er það bara misskilningur hjá mér eða eru fjárhættuspil ekki bönnuð á Íslandi? Og afhverju er þá verið að senda þau skilaboð að það sé bara allt í lagi að spila upp á fé ef það græðir örrugglega enginn á því?
Og þegar fólk sem er þekkt í þjóðfélaginu, fólk eins og Gilzenegger, sem ungmenni taka sér því miður til fyrirmyndar, er að senda þau skilaboð að það sé töff að spila upp á peninga. Þetta finnst mér alger hneisa.
Ég vil samt taka ofan hattinn fyrir starfsfólki sveitarfélagsins sem hefur með árverkni og vökullu auga komið auga á vandann, því það er jú ekki sjálfgefið að svona komist upp. Mér finnst gott framtak að láta foreldra vita af þessu hátterni unglingana og vona bara að sem flestir foreldrar taki í taumanna.
Spila Olsen Olsen upp á peninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú verð ég að mótmæla áhyggjum þínum algerlega.
Í fyrsta lagi er póker er löglegur og það loksins komið á hreint, merkilegt nok. Á Íslandi þurfa hlutirnir rétt svo að vera óvinsælir til að vera bannaðir, alls ekki hættulegir. Hlutirnir eru bannaðir "af því bara" á Íslandi, virðist vera.
Í öðru lagi er spil ekki bara spil. Póker (Texas Holdem) er mjög fágaður leikur og mikil list, ekki að neinu minna leyti en skák nema þá kannski helst vegna þess að það eru venjulega fleiri leikmenn. Ég ætla sjálfur að kenna börnum mínum póker um leið og þau eru farin að skilja spilastokk. Mjög hollur leikur.
Í þriðja lagi er það ekkert nýtt að krakkar veðji upp á peninga. Af einhverjum ástæðum virðast hinsvegar allar kynslóðir gleyma öllu því slæma sem þær gerðu sjálfar þegar þær verða eldri, og þetta ævaforna, helvítis "unga kynslóðin nú til dags"-kjaftæði fer að koma betur og betur í ljós. Helber þvættingur, með fullri virðingu. Það var aldrei sú kynslóð sem var ekki hneyksluð á þeirri næstu, en að sama leyti... var aldrei sú kynslóð sem ekki lærði, skildi og uppgötvaði MEIRA en sú á undan. Þannig að ég segi nú bara að eldri kynslóðin nú til dags ætti að fara að skilja að hún er ekkert betri en hver önnur! Eldri kynslóðin í dag er tvímælalaust fáfróðari en sú yngri, þó ekki væri nema einungis því að sú yngri kann að nota internetið á hátt sem hin eldri á erfitt með að jafnvel ímynda sér.
Allavega, áður en ég fer alveg með það, langaði mig að benda á að póker er ekkert varhugaverður svo lengi sem krakkar skilja einfaldan líkindareikning, en það er eitthvað sem þau þurfa að læra hvort sem er. Svosem ágætt að krakkar læri ungir hætturnar við að veðja upp á peninga.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 14:27
Það var nú enginn að tala um að okkar kynslóð væri eitthvað saklausari en krakkar í dag. Þvert á móti var það akkurat það sem ég var að leggja út með í færslu minni.
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft!!
Þórhildur Daðadóttir, 3.12.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.