Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
31.12.2009 | 13:14
Áramót
Gleðilegt ár 2010
Takk fyrir árið 2009
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 00:28
Ég spyr...
hvað sé eðlilegt við það að 28 ára maður í blóma lífsins bara deyji.
,,Sullivan er sagður hafa látist af eðlilegum orsökum" segir í fréttinni. Fyrir mér er það ekki eðlilegt að svona ungur maður látist. Þó svo það sé í raun alger óþarfi að vera að velta sér eitthvað upp úr láti aumngja mannsins, þá finnst mér þetta einstaklega klaufalega orðað hjá mbl.is.
Lát svo ungs manns er afar sorglegt en ekki hversdagslegur hlutur eins og skín í gegn í þessari frétt.
28 ára gamal maður deyr, og ekkért er eðlilegra.
Nei, maður spyr sig...
The Rev látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2009 | 17:25
Smá svona....
Gleðileg jól og gleðilegt ár!!!
Hef ekki verið nógu dugleg að blogga á árinu. Langar að bæta úr því á næsta ári. Við sjáum til. Maður verður jú mikið fyrir framan tölvuna.
En annars allt gott að frétta. Allir hressir og kátir um hátíðarnar, sáttir, saddir og sælir.
Lifið heil og góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2009 | 22:32
Sagan segir...
... að Steinsholtsá og Krossá kallist á.
Bjargað úr Steinsholtsá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2009 | 10:21
Stund milli stríða.
Smá stund milli stríða, tvö próf búin, eitt eftir. Er búin að ganga svona lala. Fyrsta prófið var svakalega erfitt, seinna prófið ekki eins. Held ég eigi það léttasta eftir. En maður má samt ekki leggja minna á sig við það. Þannig að bóklestur stendur bara sem hæst fram á föstudag, og svo gétur maður farið að undirbúa jólin
Lifið heil!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2009 | 13:17
Poker, punktur, olsen olsen
Nú eru unglingarnri okkar farnir að spila ólsen ólsen upp á peninga. Ættum við þá ekki bara að halda stærsta ólsen ólsen mót landsins í henni Reykjavík?
Allir sem opna einhverntímann fyrir sjónvarp hafa væntanlega séð allar þær pókerauglýsingar sem á okkur dundu fyrr á árinu. Öll þessi pókermót sem sögð voru alveg lögleg og ekkért væri að.
Er það bara misskilningur hjá mér eða eru fjárhættuspil ekki bönnuð á Íslandi? Og afhverju er þá verið að senda þau skilaboð að það sé bara allt í lagi að spila upp á fé ef það græðir örrugglega enginn á því?
Og þegar fólk sem er þekkt í þjóðfélaginu, fólk eins og Gilzenegger, sem ungmenni taka sér því miður til fyrirmyndar, er að senda þau skilaboð að það sé töff að spila upp á peninga. Þetta finnst mér alger hneisa.
Ég vil samt taka ofan hattinn fyrir starfsfólki sveitarfélagsins sem hefur með árverkni og vökullu auga komið auga á vandann, því það er jú ekki sjálfgefið að svona komist upp. Mér finnst gott framtak að láta foreldra vita af þessu hátterni unglingana og vona bara að sem flestir foreldrar taki í taumanna.
Spila Olsen Olsen upp á peninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2009 | 10:52
Hörkudama þessi forseti
Hún er hörkukelling, hún Ásta Ragnheiður. Hefur sko góða stjórn á alþingisormunum. Enda veitir ekki af sýninst manni. Látandi eins og óþekkir krakkar gasprandi og þvaðrandi. Held þeir ættu bara að fara að taka sér frí blessaðir. Hvíla sig aðeins. Þeir gera þá ekkért af sér á meðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar