Leita í fréttum mbl.is

Á ég börnin mín?

Ég var, um daginn, á mínu venjubundna barnalandsvafri. Skoðaði öll litlu yndislegu krílinn sem búa svo langt í burtu. . Ég sá á einni mynd af litlu frænku minni að hún var klædd í samfellu sem á stóð að hún væri ,,eign" mömmu sinnar. Þess má svo líka geta að annað ófætt frændsystkyni fær að klæðast svona samfellu, þar sem stendur að það sé ,,eign" foreldra sinna. Eflaust finnst mörgum þetta voða sætt og krúttlegt, en ég fékk hálfgert áfall þegar ég sá þetta.

Það er þetta orð ,,EIGN" sem fer svolítið í taugarnar á mér. Ég er sjálf móðir. Ég á tvær yndislegar stelpur en ég lít ekki á þær sem einhverjar eignir. Ég er á því að við fáum börnin okkar einungis lánuð. Það er okkar að líta eftir þeim og hugsa vel um þau, koma þeim til manns áður en þau halda út í hin stóra heim. Stelpurnar mína eru ekki einhverjar ,,eignir" sem hægt er að höndla með, kaupa og selja, eða hvað maður gerir. Þær eru sjálfstæðir einstaklingar, (og trúið mér, stelpurnar mínar eru sjálfstæðar) og þó að ég beri ábyrgð á þeim, hugsi um þær og líti eftir þeim þá eru þær ekki eignir. Ég á börn, en ég ,,á" samt ekki stelpurnar mínar. Ég tek ákvarðannir fyrir þær svona fyrst um sinn, en þegar fram líða stundir taka þær sínar ákvarðannir sjálfar. Ég gét aðeins bent þeim á hvað sé rétt og rangt. En það er nú sem betur fer ekki alveg komið að því. Frumburðurinn er ekki nema tæplega 4. ára.

En börnin mín eru sko ekki ,,eignir". Ég er svo lánsöm að fá þær lánaðar í nokkur ár og verð á endanum að sleppa takinu. Vona að það verði ekki erfitt, það kémur í ljós. Vona samt að þær eigi alltaf eftir að leita til mín, löngu eftir að þær fljúga úr hreiðinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Heyr heyr..... mér finnst þetta voða tabú allt þetta tal um "eign" við eigum börnin jafnt og þau eiga okkur..... að. En þetta samfellu dæmi er einmitt voða púkó að mínu mati. 

Við erum jú bara með þau að láni eða kannski erum við bara í þessu eins og hverri annari vinnu. Okkur er treyst fyrir þessum einstaklingum og verðum að standa okkur þar. Við berum ábyrgðina á þessum einstaklingum í áhveðinn tíma og mótum sjálfstæða einstaklinga sem við getum verið stollt af.

Hehehe.... nákvæmlega er fáránlegt að tala um "eign" eins og þetta sé fasteign.  En sumir eru jú svo ómanneskjulegir að versla með börnin sín.

Knús á þig héðan úr sveitinni. 

JEG, 11.6.2008 kl. 15:56

2 identicon

Ég held að þú sért að misskilja þetta all verulega.

 Þessar samfellur eru nú bara húmor og skemmtilegt grín.

Þessi humor er fundinn upp vegna þess að upp á fæðingardeild stendur á fötum sem börnin eru sett í þar " eign spítalanna" svo ein kona út í bæ sem á fyrirtæki sem þrikkir á föt ákvað að selja svona samfellur með smá humor.. og gengur það mj vel, einnig selur hun allskona föt sem þú getur valið á hvað stendur a þeim... Margir kaupa líka á ny fædd barnabörn samfellur sem stendur á " besta amma i heimi"  en barnið þekkir ekki ömmu sína stax en enginn er að  gera veður yfir þeim samfellum...

Erna Sif (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Elskan mín ég á sko mín börn EN lít engan vegin á þau sem EIGN.

Ef ég ætti að merkja mín svona þá hvefði verið með Jón Þór "essku húsalúlllllan mín",því hann sagði það alltaf við mig í staðin fyrir "elsku krúsídúllan mín" og Gunna hefði verið með framan á sér "litla mömmufrekja"

Svo eru miljandi uppvaskskveðjur ´til þín

Solla Guðjóns, 13.6.2008 kl. 00:34

4 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Takk, fyrir uppvaskskvaðjurnar Solla mín. 

Og í sambandi við það sem hún Erna segir, þá er það rétt, það er enginn að gera veður út af þessum ,,besta mamma" og ,,besti pabbi" fötum.  Ungabarnið þekkir mömmu sína frá fæðingu og pabba sinn fljótlega eftir það.  Það þekkir ömmu sinn og afa mjög fljótlega og þykir þau oftast alveg frábær.  ,,Besta amma í heimi"

Þarna er ekki verið að hlutgera manneskjurnar eins og með eignirnar.  Þarna eru tilfinningar sem fjallað er um.  Það er dálítið annað.  Eða það finnst mér.

Þórhildur Daðadóttir, 13.6.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband