Leita í fréttum mbl.is

Það er af sem áður var

Sú var tíð að maður fór ekki í spjarirnar sínar nema einu sinni og setti þær svo beint í þvott. Maður fór í þær einu sinni. Þetta var þegar maður var ungur og barnlaus og útlitið skipti mann mestu máli í lífinu.  En svo eignaðist maður fjölskyldu, mann og börn, og fór svolítið að gleyma sjálfum sér.  Það gerist þegar að maður verður mamma.  Svo núna áðan þá stóð ég mig að því að stinga þeim aftur inn í fataskáp, buxunum sem ég var í á fundinum á föstudagskvöldið. Maður leggur áherslu á að þvo af börnunum.


Hvert er þessi veröld okkar á leiðinni?

Hvert stefnir heimurinn?  Hryðjuverk áformuð í Barselona, og á svo mörgum stöðum.  Eftir 11. september hefur heimurinn verið á hraðri leið til andskotans.   Er þess virði að fæða börn inn í þessa veröld okkar.  Það er orðið svo flókið að ala upp börn í dag.  Ég hef s.s. ekki samanburðin en ég held að það sé svo miklu flóknara að ala upp börn í dag, en þegar ég var að alast upp.

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/01/19/hrydjuverk_aformud_i_barcelona/

Og talandi um uppeldi, þá er ég strax farin að fela öðrum uppeldið á börnunum mínum.  Hún Soffía Kristín, tæplega 4. mánaða dóttir mín, fékk sína fyrstu pössun í gærkvöld.  Við hjónaleysin erum í þorrablótsnefnd og fórum á fund.  Það dugði sko ekki minna en tvær barnapíur, ein á hvort barn, þær komu keyrandi frá Egilstöðum hingað í Brúarás í frekar vondu veðr bara til að passa fyrir mig.  Takk Sjöfn og Kristín.   Litlan sofnaði nú bara fljótlega en hjá eldri stelæpuni 3 ára var sko svaka partý.


NÝTT BLOGG

Jæja, þá er maður farin að blogga.   Maður reynir nú að fylgja straumnum.  Ég gét reyndar ekki lofað færslu á hverjum degi þar sem ég á kall, tvo krakka og kött. 

Ég er mamma með meiru og börnin mín skipta mig mestu máli.  Stelpurnar mínar tvær, en þær eru 3 ára og tæplega 4 mánaða.

Á Héraði er ekki gott veður í dag.  Skafrenningur.  Ég er að bíða eftir að feðginin komi heim úr leiksskólanum.  Svo er þorrablótsfundur í kvöld.  Það duga hvorki meira né minna en tvær barnapíur, ein á hvorn krakka. En það er allt í lagi, það verður bara partý hjá stelpunum mínum í kvöld. Smile


« Fyrri síða

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband