Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
9.6.2008 | 14:57
Lognið á eftir storminum
Það er hljótt í stóra húsinu mínu núna. Bara ég og litla snúlla heima núna, og hún sofandi. Vinkonan farin með gauranna sína. Búin að vera hér síðan á fimmtudag, með strákana sína, 4 ára og 5 mánaða. Þannig að hér er búin að vera hasar. Svaka fjör hjá frumburðinum mínum og þeim fjögurra ára. Svo fór mín í leikskólann í dag og þau niður á Reyðarfjörð til teyndó (hennar) svo hér er allt voða hljótt. Og ég búin að komast að því að ég kann ekkért á stráka. Ég þyrfti að fá mér einn. Ég á jú bara stelpur. Þarf að fara að taka til, en nennilegurnar ekki alveg í lægi í augnablikinu. Svona er þetta. Kannski er maður bara alveg búin eftir allann gestaganginn um helgina, að ég tali nú ekki um allt uppvaskið, ég var alveg komin úr allri uppvasksæfingu. Því ekki nóg með að vinkonan væri hér með gauranna um helgina, þá kom annar mágur minn í kaffi á föstudagskvöld, og frúin með. Og á sunnudag kom hin mágurinn og frúin með. Fullt, fullt af uppvaski. Púff, ég er með uppvask á heilanum!!!!! En nú er þetta ekkért mál og ég vaska upp sem aldrei fyrr.
Svo fórum við mæðgur í Kvennahlaup á laugardag, og frumburðinum fannst nú ekki lítið varið í að vera í alveg eins bol og mamma og fá svo pening. BARA STUÐ!!!! Klikkaði á að taka myndavélina með. Það verður bara næst.
En nú ætla ég að fara að SLAPPA AF!!!!
Góðar stundir
30.5.2008 | 10:53
Nú liggur maður bara í símanum
við fólkið sitt. Ég lá í símanum í gær og talaði við bæði mömmu og Sigga bróður. Það eru allir í lagi og allt í lagi. Þau sluppu mjög vel við skemmdir, sjónvörpin sluppu og tölvan. Og stóra Borgundarhólmsklukkan er boltuð í vegginn svo hún fór ekki. Svo að þau sluppu mjög vel. Ég er mjög fegin, því þó að ég sé fegin að búa ekki þarna núna, þá finnst mér samt erfitt að vera ekki hjá fólkinu mínu.
Ég upplifði sjálf stóra skjálftan árið 2000. Ég man nákvæmlega hvar ég var og hvað ég var að géra. Þá var maður mjög rólegur þó maður væri bara unglingur. Það er auðveldara að vera á staðnum.
Ef við hefðum enþá búið á Selfossi í gær, þá hefðum við hjónaleysin sennilega verið í vinnu, frumburðurinn í leiksskóla og sú stutta hjá dagmömmu. Ég held að það hefði verið erfitt. Að fjölskyldan sé öll á sitthvorum staðnum, en ekki saman. Því að maður vill náttúrulega alltaf vita af börnunum sínum óhultum og öruggum.
Stöðugir eftirskjálftar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2008 | 17:12
Það er miklu verra að vera ekki á staðnum
Ég upplifði jarðskjálftanna árið 2000. Ég man nákvæmlega hvar ég var stödd og hvað ég var að géra og hvað ég sá.
Núna er mér miklu órórra að vera ekki á staðnum og hugsa bara til fólksins míns. Samkvæmt fréttum eru upptökin undir Íngólfsfjalli. Og þó svo að fólkið eigi ekki að nota símann þá ég ég hætt að blogga. Ég þarf að hringja í mömmu.
BÆÓ
Afar öflugur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2008 | 13:36
Elsku pabbi
Hann elsku pabbi á afmæli í dag. Hann er á mjög góðum aldrei. En þar sem að ég bý í öðrum landshluta en hann á verð ég að notast við tæknina og hringja í hann í kvöld. Gjafir eða blóm verða bara að bíða næsta árs, en þá á karlinn stórafmæli.
Pabbi stoltur með afastelpuna um páskana
Innilega til hamingju með afmælið elsku pabbi!
Jafnvel þó að þú lesir ekki blogg og sért yfirleitt á móti þeim, þá ætla ég samt að senda þér kveðju á blogginu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2008 | 21:43
Hvers konar blogg er þetta eiginlega?
Ég er búin að vera að velta því mikið fyrir mér undanfarið hvort og hvernig ég eigi að skilgreina bloggið mitt. Á það að fjalla um einhvað eitt fremur en annað? Einhvern einn flot á veröldinni, eða bara alla liti regnbogans? Það er skemmst frá því að segja að ég konst ekki að niðurstöðu. Eða kannski komst ég bara að þeirri niðurstöðu að komast ekki að niðurstöðu. En málið er að bloggið mitt fjallar um allt. Allt milli himins og jarðar og aðrar víddir líka. Semsagt þá skrifa ég bara það sem mér sýnist. Svona með annmörkum þó. Ég legg það ekki í vana minn að særa fólk. Allavega ekki viljandi og særandi skrif leyfi ég ekki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ég reyni samt að vera hreinskilin, þvi að ég tel að fólk eigi að koma hreint fram.
Og afþví að ég er svo góð og reyni að gera öllum til hæfis. Solla mín. Þessi er fyrir þig.
Bóndinn og yngra afkvæmið á góðri stund.
Bæði svona líka myndarleg
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar