Færsluflokkur: Dægurmál
7.1.2010 | 13:39
Blessuð börnin!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2009 | 13:14
Já hvernig væri að fara að blogga svolítið aftur?
Búin að vera að læra í allann morgun. Vov, háskólanám er púl! Sérstklega þegar maður er með fjölskyldu. Þá vill maður jú helga henni einhvern tíma.
Annars fór tölvan til læknis í síðustu viku. Ég var s.s. tölvulaus í þessu fjarnámi mínu. Sat allann daginn heima hjá foreldrum mínum og lærði. Náði í dæturnar á leikskólann og fór svo heim til foreldrar minna að læra. Það er gott að stelpurnar eiga góða ömmu sem býr í nágrenninu. Um kvöldið sat ég fyrir framan sjónvarpið og prjónaði: Bóndinn sagði: ,,Þú hefur bara ekki prjónað í marga daga1" Nei, ég er alltaf að læra, má ekki vara að neinu, nema læra. Svona er það nú bara. En tölvan kom aftur frá lækninum daginn eftir, og auðvitað fór frúin beint að læra.
Lifið heil og lærið af lífinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 11:04
Nú bloggar maður...
...bara í vinnunni. Tölvan biluð og þarf til læknis.
Annars lítið að frétta. Krapasnjór á Héraði í dag. En gott veður. Dæturnar stignar upp úr kvefi og veikindum og allt í góðu þar. Það er bara allt í góðu.
Í Brúarási gengur lífið sinn vanagang. Aðalumræðuefninn eru mörg og margvísleg. Bækur og stjórnmál. Framsóknarflokkurinn þá aðallega og þeir austanmenn sem fóru mikin á þinginu Framsóknar. Söngvakeppninn komst líka á dagskrá en sökum sjónvarpsleysis þá er undirrituð ekki mikið inn í þeim málum. Sá ekkért sjónvarp allann laugardag og ekki nærsveitungar mínir heldur. Sendirinn á Gagnheiði var víst ekki virkur. En hvað um það. Veit bara að frændi minn blessaður komst áfram, enda lang besta lægið. Hann var svo sætur þar sem hann stóð með úkulelið sitt og söng svona líka ljómandi fallega. Það sá ég í endursýningu í gær en ekki mikið meira. Því miður. En svona fer lífið nú með mann hér fyrir austan.
Og bla bla bla. Og bla bla bla. Og bla bla bla.
Lifið heil.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2008 | 15:05
Gælurjúpurnar að komast á legg.
Það er það skemmtilega við að búa í sveit að hér er mjög stutt í náttúrunna. Og það er alveg sérstaklega skemmtilegt hérna í Brúarási að hér er náttúrann beint fyrir utan stofugluggann. Ég geng út um svalahurðina og þá er ég komin út í móa. Ég þarf ekki nema að fara fyrir hornið til að komast í berjamó. Þetta er æðislegt.
Og í sumar er búið að vera sérstaklega gaman að fylgjast með rjúpufjölskyldunni sem býr í móanum okkar. Við hjónaleysin erum búin að hafa gaman af að sjá unganna stækka í hvert skipti. Við töldum 10 unga. Og hefur móðirinn haft jafn vökult auga með þeim eins og við í allt sumar. Þetta eru orðin hálfgerð gæludýr.
En maður passar sig samt að láta þau í friði og lætur sér nægja að fylgjast með þeim út um gluggana. Og það hefur borgað sig. Fuglarnir þekkja okkur orðið og fljúga ekki þó við komum í eins meters fjarlægð. En það lýðst heldur ekki að fara nær. Ungarnir eru ornir svo spakir að þeir koma orðið upp á stétt. Einn þeirra var næstum komin inn áðan.
En nú eru litlu ungarnir ornir stórir og fljúga brátt úr hreyðrinu. Maður á eftir að sjá eftir að hafa þá ekki fyrir utan hjá sér. Vonandi verða þeir bara hér í vetur. Því það verður sko passað upp á þá.
Þessa tók ég út um eldhúsgluggann, einn unginn á stéttunni hjá mér.
Þær halda sig gjarnan við bílinn og jafnvel undir honum. Þær eru m.a.s. farnar að koma upp á tröppur.
Þetta eru orðin hálgerð gæludýr hjá manni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2008 | 17:52
Það er margt í mörgu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2008 | 11:38
GÓÐAR FRÉTTIR, GÓÐAR FRÉTTIR!!!
Ég fékk vinnuna sem ég sókti um
í vor.
Svo næsta vetur kém ég til með að
kenna íslensku, samfélagsfræði
og heimilisfræði í
Brúarásskóla í Jökulsárhlíð.
Mjög spennt!!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.5.2008 | 14:49
Egilstaðir sundurgrafnir
Já maður hefur sko ekki farið varhluta af þessum framkvæmdum á Egilstöðum. Það er bókstaflega allt sundurgrafið og maður verður að taka á sig töluverða króka til að komast á áfangastað. Þessar gatnaframkvaemdir eru einhvernvegin allar að ské í einu, og ég hef ekkért á móti því. Ég styð framþróun á meðan hún gengur út í öfgar. Hvað varðar þetta blessaða Strik sem þeir eru að koma méð þá finnst mér það óþarfi. Miðbær Egilstaða er fínn eins og hann er. Með Kaupfélaginu, Söluskálanum og öllu. Mér líkar hann allavegana vel. En kannski er ég bara afturhaldsseggur eftir allt saman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2008 | 14:10
Það er sumar, sumar, sumar og sól!
Nú er pottþétt komið sumar. Ísbíllinn kom áðan. Ég keypti nú ekki neitt, því aldrei þessu vant þá átti ég ekkért chass hérna heima. En ég kaupi bara næst.
Það væri nú samt gott að fá einhverja kælingu hérna í hitanum fyrir austan. Það er GGGGEEEEGGGGJJJAAAÐÐÐÐ veður. Vá hvað þetta er gaman.
Annars hef ég s.s ekkért að segja, nema að það er frábært að vera farin að blogga aftur. Því satt best að segja saknaði ég bloggvinana. Ótrúlegt en satt. Fólk sem maður þekkir ekki neitt. Já svona er nú heimurinn orðin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 13:42
Do you speak english?
Japanir borða lítið af fitu og fá síður hjartaáföll en Bretar eða Bandaríkjamenn.
Hinsvegar borða Frakkar mikla fitu en fá mun síður hjartaáföll en Bretar eða Bandaríkjamenn.
Japanir drekka lítið rauðvín og fá síður hjartaáföll en Bretar eða Bandaríkjamenn.
Ítalir drekka rauðvín í miklu magni og fá síður hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn.
Niðurstaða:
Borðaðu og drekktu það sem þig lystir.
Það sem drepur þig er að tala ensku!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.5.2008 | 13:11
Ég hef svo mikið að gera!!!!
Ég hef bara ekki tíma til að blogga. Þannig að það verður sennilega eitthvað lítið um það á næstunni.
KVEÐJUR
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar