22.4.2008 | 13:33
Hvað má, og hvað ekki? Ábyrgir foreldrar.
Þetta er fyrirmyndarforeldri sem tekur í taumanna. Því miður eru ekki allir foreldrar svona. Það eru allt of margir foreldrar sem eru svo veruleikafyrrtir að þeir neita að viðurkenna og neita að trúa að börnin þeirra géti gert nokkurn skapaðan hlut af sér. Litlu englarnir. Nei, ekki börnin þeirra.
Ég átti vinkonu þegar ég var lítill, mamma hennar var hippi og uppeldið var frekar frjálslegt. Í raun má segja að krakkarnir hafi mátt géra það sem þeim sýndist. Enda var það svoleiðis að bróðir vinkonu minnar var til vandræða í skólanum. En það mátti ekki skamma hann. Þessi börn voru sko ekki skömmuð. Og mamma mín fékk einu sinni að heyra það þegar hún ætlaði að fara að skammast. Þá sagði þessi ágæta frú ,,þú skammar ekki börnin mín!!" Nú veit ég ekki hvort að hún hefur verið á þeirri línu að hennar börn gerðu aldrei neitt af sér, en hún skammaði aldrei börnin sín. Síðast þegar ég frétti af þessari vinkonu minni, brjálæðingnum bróður hennar og hippamömmunni, þá bjuggu þau út í Dannmörku og vinkonan átti danskan kærasta. Hvort þau eiga börn, veit ég ekki.
En svo er hægt að ,,skamma" börnin á þess að vera að æpa og öskra. Ég hafði kennara einu sinni. Konu á miðjum aldri, sem átti börn og barnabörn, en hún skipti aldrei skapi. Og bekkjabróðir minn spurði hana einu sinni: ,,Skammar þú aldrei börnin þín?" Hún sagðist nú ekki beint skamma börnin sín, en hún gerði þeim ljóst hvað mætti og hvað mætti ekki.
Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við verðum að gera börnunum okkar ljóst hvað má og hvað má ekki. Við þurfum ekki endalaust að vera að æpa og öskra, en börnin okkar þurfa að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Það eru vissir hlutir sem eru ekki æskilegir, og allar okkar gjörðir hafa afleiðingar, góðar eða slæmar.
Þess vegna finnst mér snilld hjá þessari konu að taka bílinn af syninum eftir að hann er búin að komast aftur og aftur í kast við lögin, og vera svo bara með stæla við lögguna. Þetta er gott dæmi um fyrirmyndarforeldra sem tekur á óæsklegri hegðun afkvæmisins.
En hvað með pabbann?
![]() |
Tók bílinn af syninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.4.2008 | 10:44
Allir þrá sína 15 mínótna frægð
![]() |
Sting stal frá mér Roxanne |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. apríl 2008
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar