8.4.2008 | 12:51
Tók rassíu í geymslunni í gær
Fann reyndar ekki það sem ég var að leita að en fann margt annað. Fann ekki nema svona fjóra dótakassa. Kassar og pokar með leikföngum, aðalega böngsum. Og það er heilt dótafjall fyrir í dótaherberginu. Og já, það er sko sérstakt herbergi fyrir dótið. Dóttirinn verður 4 ára í október. Hersu mikið af leikföngum gétur eitt barn átt. Og litla sponsið er ekki enþá farin að fá leikföng, en það kémur víst að því. O boy, o boy hvernig verður það þá. Það er ekki það að litla sé ekki farin að leika sér. Stóra systir á bara svo mikið af þessu. Ég bara næ þessu ekki. Ég ætti kannski bara að hafa garðsölu. Ég er nú ekki svo langt frá Þjóðvegi 1. Einhverja 2 km eða svo til. Það varður rífandi sala í sumar. Nei, ég má ekki láta svona. Það er dóttirinn sem á leikföngin, ekki ég.
Þarf reyndar að taka aðra rassíu í geymslunni og henda öllum pappírunum sem ornir eru úreltir. Gamlir gíróseðlar, síðan við bjuggum á Selfossi og allt. Talandi um að safna að sér dóti. Ég er alveg rosaleg. Maður geymir allt og hendir engu og endar með því að sitja uppi með allt allt of mikið af drasli. Ég þarf að fara að losa mig við fullt af dóti. Fara með föt í Rauða Krossinn. Og þá er ég að meina föt af okkur bóndanum. Er þetta dæmigert fyrir Íslendinga, eða er ég bara drasslari? Svo þarf að flokka allt draslið. PÚFF!!! Ég verð að taka til það sem eftir er ársins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2008 | 11:54
Sorglegt
![]() |
Börðu pilt með kúbeini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2008 | 10:50
Hver er þessi Páll?
Ég veit að þetta er Páll Óskar. Og sjálfsagt hafa fleiri en ég áttað sig á því. En það kémur hvergi fram í fréttinni. Þarna hefði blaðamaður gétað vandað sig betur. Hann gleymdi því gersamlega að minnast á það að hann væri að vitna í Pál Óskar. Þetta hefði þess vegna gétað verið hvaða Páll sem er.
![]() |
Lagið í góðum höndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 8. apríl 2008
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar