28.1.2008 | 11:53
Veðraveturinn mikli.
Veturinn 1918 er þekktur sem frostaveturinn mikli. Ætli veturinn 2008 verði ekki þekktur í framtíðinni sem veðraveturinn mikli? Mér finnst að minnsta kosti að það sé alltaf vont veður. Kannski er það bara ég, maður verður jú frekar var við veðrið þegar maður býr á berangri upp í sveit. En ég er allaveganna að verða búin að fá alveg nóg af honum Kára kunningja mínum.
Ég fór með hana Siggu mína til læknis á laugardaginn, hún er víst með bronkítis og er komin á sýklalyf, svo hún fái ekki lungnabólgu upp úr þessu. Hún er búin að vera hitalus í 2 daga, en sökum veðurs þá fór hún ekki í leikskólann í dag. Alveg tíbíst. Vonandi kemmst hún á morgun. Sendi inn mynd af litla rokkaranum mínum sem frænka hennar tók
Það versta er bara að nú er Soffía komin með kvef líka.
En við vonum það besta.
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eins og að vetur og kvef séu pör, vonandi losna losna rokkararnir fljótlega við þessa leiðindapest.
Heiður Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.