Leita í fréttum mbl.is

Lítum á björtu hliðarnar

Leitaðu að einhverju fallegu og þú munt finna það
Það er aldrei langt í burtu.

Það er nú samt ekkért ægilega fallegt ástand á heimilinu um þessar mundir.  Gubbupestin herjar sem aldrei fyrr, nú er kallinn lagstur í rúmið líka og ég eiginlega sú eina sem er uppistandandi.  Ég er farin að örvænta að hún Sigga mín verði ekki orðin góð á laugardaginn, það verður ekki gaman að fljúga með hana ælandi.  Hún heldur engu niðri blessunnin en má nú samt eiga það að hún reynir að borða.  Þessi elska. 

Og nú er Símon líka orðin lasin,  hann er komin með pestina.  Það passar, maðurinn hættir að reykja og fær pest.  Já henn er hættur að reykja.  Og finnst það bara ekkért mál.  Ég er mjög ánægð með hann þar.   Vonandi heldur hann þessu bara. 

Annars er ekkért að frétta.  Eins og géfur að skilja er maður ekki mikið að bregða sér af bæ þegar ástandið er svona.  Kannski gét ég bara klárað bókina sem ég er búin að vera að strogglast við í hálfan mánuð.  Það er síðasta Harry Potter bókin og það er ekki það að hún sé svona leiðinleg.  Fyrir tveimur börnum síðan hefði ég klárað hana á tveimur dögum kannski (ég er ekki mikil lesrtarhestur). En samt myndi ég ekki vilja skipta fyrir fimmaur.  Börnin mín eru æðisleg og mér finnst ég vera svo rík að eiga þau.  Líka þegar þau eru lasin.  Því þá þurfa þau jú mest á þér að halda.  Og auðvitað kappkostar maður að vera alltaf til staðar fyrir þessar elskur.

Bless í bili, þarf að fara að sinna börnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

 

LANGAÐI BARA AÐ SEGJA HÆJJJJJJJJJ

Er ekki búin að lesa en geri það þegar ég hef meiri aðgang að tölvu

Solla Guðjóns, 14.3.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú verður bara að vona það besta. með heilsufarið á þínum bæ. Gott hjá karlinum að hætta að reykja.

Það er satt hjá þér með að leita af einhverju fallegu og það er í alvörunni aldrei langt undan.

Sigrún Óskars, 14.3.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Takk fyrir góðar kveðjur

Þórhildur Daðadóttir, 15.3.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 797

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband