Leita í fréttum mbl.is

Tók rassíu í geymslunni í gær

Fann reyndar ekki það sem ég var að leita að en fann margt annað.  Fann ekki nema svona fjóra dótakassa.  Kassar og pokar með leikföngum, aðalega böngsum.  Og það er heilt dótafjall fyrir í dótaherberginu.  Og já, það er sko sérstakt herbergi fyrir dótið.  Dóttirinn verður 4 ára í október.  Hersu mikið af leikföngum gétur eitt barn átt.  Og litla sponsið er ekki enþá farin að fá leikföng, en það kémur víst að því.  O boy, o boy hvernig verður það þá.  Það er ekki það að litla sé ekki farin að leika sér.  Stóra systir á bara svo mikið af þessu.  Ég bara næ þessu ekki.  Ég ætti kannski bara að hafa garðsölu.  Ég er nú ekki svo langt frá Þjóðvegi 1.  Einhverja 2 km eða svo til.  Það varður rífandi sala í sumar.  Nei, ég má ekki láta svona.  Það er dóttirinn sem á leikföngin, ekki ég.  

Þarf reyndar að taka aðra rassíu í geymslunni og henda öllum pappírunum sem ornir eru úreltir.  Gamlir gíróseðlar, síðan við bjuggum á Selfossi og allt.  Talandi um að safna að sér dóti.  Ég er alveg rosaleg.   Maður geymir allt og hendir engu og endar með því að sitja uppi með allt allt of mikið af drasli.  Ég þarf að fara að losa mig við fullt af dóti.  Fara með föt í Rauða Krossinn.  Og þá er ég að meina föt af okkur bóndanum.  Er þetta dæmigert fyrir Íslendinga, eða er ég bara drasslari?  Svo þarf að flokka allt draslið.  PÚFF!!!  Ég verð að taka til það sem eftir er ársins.  Frown Frown 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég kannast við þetta, er með yfirfulla geymslu, og haug af gömlum blöðum, þyrfti að henda mestu af þessu, uff

Heiður Helgadóttir, 8.4.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Tóta mín til þess eru geymslur er það ekki annars........Þú ert nú als ekki eina viðundrið í þessum efnum.Ég elska geymsluna mína þangað til hún er orðin full

Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 23:50

3 identicon

Gangi ther vel med tiltektnina :-)

Erna Sif (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 05:08

4 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Já. svona er þetta bara.  En þar sem ég er alltaf að flytja þá er þetta nú eiginlega ekki einleikið

Þórhildur Daðadóttir, 9.4.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband