Leita í fréttum mbl.is

Vorið er bara víst komið!!

Farið þið bara í Blómaval.  Þar er sko vor.  Allir garðálfarnir og pottablóminn, og gróðurmoldin.  Já ég fór í blómaval hérna á Egilstöðum í morgun og komst í sumarskap.  Það var svo mikið af blómum til sölu og garðálfum og svoleiðis dóti.  Og ég fór strax að sakna þess að hafa ekki garð.  En það stendur vonandi til bóta.  Nú langar okkur að fara að fara á fullt í að reyna að koma okkur í nýtt new-plants-057hús sem mun standa á ættaróðalinu.  Vonandi gétum við byrjað að byggja í sumar og vonandi verð ég komin með lítin sætan garð sumarið eftir 2- 3 ár.  En þangað til verð ég bara að rækta pottaplöntur hérna inni.  Verst að ég er ekki með neinar alminnilegar gluggakistur þannig að ég gét ekki haft potta í gluggunum.  Kannski fær maður sé bara hillur.

Hér á Héraðinu hefur líka hlýnað.  Það er merki um að vorið sé komið.  Það var ekki frost í morgun.  Ber nýrra við.  Já og vorboðarnir eru sko komnir.  Það er allt sundurgrafið á Egilstöðum.  Verktakarnir eru komnir á stjá.  Og svo eru þeir byrjaðir á vinnunni við að breykka Rangárbrúna.  Það er einbreið brú á þjóðvegi 1, rétt norðan við Egilstaði.  Einbreiða brúin þar sem maður mætir ALLTAF bíl. Þó að maður hafi ekki mætt einum einasta bíl alla leiðina.  Alltaf skal maður mæta bíl á einbreiðu brúnni.  En nú á að fara að breikka hana.  Og veitir ekki af.  

Svo sókti kella um nýja vinnu í gær.  Kannski ekki besti dagurinn til þess.  Það gékk eiginlega ekkért annað upp.  Í gærmorgun komst bíllinn ekki í gang og við mæðgur urðum klukkutíma of seinar í leikskólann.  Bíllinn komst svo í gang þegar búið var að géfa honum start.  Og þegar að svona nokkuð kémur fyrir þá fer allt úr skorðum hjá manni.  En ég fór samt og sókti um vinnuna.  Svo nú er bara að krossa allt sem hægt er að krossa. Smile Og vona.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Auðvitað krossa ég puttana, svo að þú fáir vinnuna

Heiður Helgadóttir, 16.4.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Þeta fer allt að gera sig.OG svo allt í kross og koss á ykkur

Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Takk, elsku vinir

Þórhildur Daðadóttir, 18.4.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband