8.5.2008 | 23:09
Verra verður það varla
Ef það er eitthvað sem ég gét huggað mig við, þá er það það að morgundagurinn gétur ekki annað en verið betri en dagurinn í dag. Og ég gét engum kennt um nema sjálfri mér. Því hver er jú sinnar gæfu sniður. En það er bara um að gera að reyna að líta á björtu hliðarnar. Hvernig ætti maður annars að halda sönsum? En ég gét líka verið þakklát fyrir svo margt í lífinu. Fjölskylduna og það líf sem ég hef sjálf valið mér. Það er bara þannig að í lífinu skiptast á skyn og skúrir. Það koma hægðir og lægðir og allt svoleiðis. Það eina sem maður gétur gert er að rífa sig upp á rassgatinu halda áfram.
Rigningin heimsókti okkur í dag. Eftir 20 stiga hita í gær var kærkomið að hreinsa aðeins loftið. Sauðburður heldur áfram og gengur vel. Það ber og ber og allt er samkvæmt áætlun, þó dó eitt lamb í dag. En svoleiðis gerist. Þannig er náttúran bara.
KVEÐJA
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að þú eigir betri daga framundan. Gott hjá þér að þakka fyrir það góða sem þú átt og hefur.
Sendi hlýjar kveðjur austur til þín (hér á að koma hjarta, en það er ekki í boði hjá þér).
Sigrún Óskars, 10.5.2008 kl. 20:58
gerði refresh og þá kom "broskalla" linkurinn.
sendi þér aftur kveðju
Sigrún Óskars, 10.5.2008 kl. 20:59
dagurinn í dag er dagurinn sem þú hafðir áhyggjur af í gær.Þannig eigðu g-óðan morgindag dúllan mín
Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 20:10
Ágætt að fá smá rigníngu, sem að hreinsar loftið
Heiður Helgadóttir, 14.5.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.