29.5.2008 | 17:12
Það er miklu verra að vera ekki á staðnum
Ég upplifði jarðskjálftanna árið 2000. Ég man nákvæmlega hvar ég var stödd og hvað ég var að géra og hvað ég sá.
Núna er mér miklu órórra að vera ekki á staðnum og hugsa bara til fólksins míns. Samkvæmt fréttum eru upptökin undir Íngólfsfjalli. Og þó svo að fólkið eigi ekki að nota símann þá ég ég hætt að blogga. Ég þarf að hringja í mömmu.
BÆÓ
Afar öflugur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úfff já ég þakka fyrir að vera ekki þarna núna en ég bjó einmitt fyrir sunnan 2000 og man skjálftann þá.
Núna var hann víst öðruvísi allavega fór margt í rúst hjá ömmu minni sem býr við Ingólfsfjallið. En slapp furðu vel árið 2000. Núna fór tv í gólfið og margt annað stórt sem var bæði uppá vegg og á borðum. Hún hélt að þetta væri sitt síðasta.
Vona að þitt fólk hafi ekki lent illa í málunum.
Knús úr sveitinni.
JEG, 29.5.2008 kl. 17:58
Ó já, er svo sammála þér. Heyrði í Gullu systur og co. áðan og það var allt í rústi hjá þeim en þau rétt komust út með krílin. Búin að senda SmS á Sigga og Guðrúnu Steinars. Var ekki rótt fyrr en ég heyrði í þeim. Sem betur fer fann ég þetta ekki, var að keyra. Er svo skíthrædd við þetta að hálfa væri nóg.
Knús á þig sæta mín
Sveinbjörg M. (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:06
Vonandi er allt í orden með þitt fólk. Þetta var enginn smá skjálfti - allt út um allt hjá fólki á Selfossi og í Hveragerði. Sendi þér og þínum kveðjur.
Sigrún Óskars, 29.5.2008 kl. 19:39
Hér er að finna myndbönd af afleiðingum jarðskjálftans heima hjá mér og vini mínum.
http://www.youtube.com/watch?v=vmOj8lNf1ww
http://www.youtube.com/watch?v=OPwfPFGcdTI
Grétar Halldórsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 22:12
Takk kisulóra, já það er allt í lagi með mitt fólk og dótið þeirra.
JEG: Ég man einitt líka skjálftann árið 2000 sem var víst allt öðruvísi en þessi.
Takk, elsku Sigrún, það er allt í lagi.
Grétar: ég hugsa til ykkar.
Þórhildur Daðadóttir, 30.5.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.