20.6.2008 | 13:17
Varúð slæmt karma!
Ég er ekki alveg að nenna að blogga í dag, er eiginlega í dálítið vondu skapi.
Ég hlýt að vera með slæmt karma eða eitthvað, nema það sé eitthvað annað.
Eins og allir vissu var ég búin að fá leiðbeinendastöðu við Brúarásskóla næsta vetur.
Í gær missti ég þá stöðu.
Það kom annar einstaklingur, sem er hæfari en ég og sókti um.
Ég er náttúrulega bara með stúdentspróf.
Mér var í staðinn boðin skólaliðastaða á sama stað,
svo nú er ég í fýlu heima að hugsa málið
Þetta er náttúrulega drulluskítt!!!!
En s.s. ekkért við því að gera
Ég drulla mér bara í þetta blessaða nám og kém aftur inn sterkari.
Því það þýðir jú ekki að leggja árar í bát.
Lifið svo öll heil og gangi ykkur betur en mér.
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú nefnilega málið. Það vill enginn vinna fyrr en maður sækir um sko. Þá vilja allir vinna það sem maður girnist.
En það verður bara eitthvað enn betra sem þér býðst vittu til.
KNús og kveðja úr sveitinni.
JEG, 20.6.2008 kl. 13:22
Takk fyrir þetta! Það en nefnilega málið. En það þýðir ekkért að setjast niður og grenja heldur halda bara áfram.
Þórhildur Daðadóttir, 20.6.2008 kl. 14:56
Æi elsku snúllan mín. Hef mikla trú á þér. Þú getur allt sem þú vilt gera
Hafið það gott elskurnar fyrir austan. STÓRT knús.
P.s. Verð í viðtali á 24 Stundum á morgun:)
Sveinbjörg M. (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 17:25
Þetta var ekki nógu gott, meiga þeir sem að réðu þig gera þetta. En það kemur kannski eitthvað gott út úr þessu, eitthvað ennþá betra.kveðjur
Heiður Helgadóttir, 22.6.2008 kl. 08:23
Þar sem ég er ekki kennaramenntuð, ganga kennarar fyrir. Stjórnendunum er beinlínis skylt að ráða frekar þá sem eru meira menntaðir.
Þórhildur Daðadóttir, 22.6.2008 kl. 16:23
Það er oft þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar.
Það yrði bara frábært að skella sér í nám, er þetta ekki fjarnám?
Sigrún Óskars, 22.6.2008 kl. 23:02
Jú þetta er fjarnám, og ég ætla.
Þórhildur Daðadóttir, 23.6.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.