Leita í fréttum mbl.is

VÁ...

... hvað ég er búin að vera upptekin síðustu daga.  Ég hef verið að líta eftir mínum börnum og annara, og taka á móti fullt af gestum og hitta endalaust af fólki og það er búið að vera brjálað að gera og.......

Frumburðurinn er komin heim.  Hún kom heim á mánudag.  Amma hennar keyrði hana bara austur á land rétt sísona og bróðir minn (örverpið) kom með. 

Mikið rosalega var gott að fá hana heim og ég held að henni hafi þótt gott að koma heim. Hún var allaveganna ekki mikið á því að leyfa ömmu sinni að stoppa á leiðinni.  Samt fannst henni rosa gaman á Selfossi og talaði aldrei um að fara heim. Sem er náttúrulega bara frábært.  Hún er rosalega dugleg að fara svona ein landshluta á milli, ekki orðin 4 ára.

En það var ekki nóg með að mamma væri hérna í tvo daga. Heldur kom bróðir bóndanns líka með konuna og börnin 3.  Þau voru í hjólhýsi og lögðu því í Blöndugerði.  En stóru strákarnir þeirra vildu frekar sofa hér heldur en í þessu þrönga rými sem hjólhýsið er.  Svo ég fékk tvo auka næturgesti. En það er bara flott. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir.

Í dag voru svo hjá mér dóttir og stjúpdóttir annars bróður Bóndans.  Sá bróðir er í samstarfi með okkur í heyskapnum og frúin hans var að vinna en hann út á túni ásamt stráknum.  Það var glatt á hjalla og rosa stuð hjá mínum snúllum báðum.

Veit ekki hvenær ég blogga næst. 

Það er bara svo mikið að géra.

Bæó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já það er bara þessi tími núna sem allt er að gerast. Allir að ferðast og já hellingur um að vera í sveitinni. Gott að litla skvís er komin sátt og kát.

Knús á þig mín kæra og gangi þér vel.

JEG, 17.7.2008 kl. 22:45

2 identicon

Söknum ykkar líka. Þorsteinn er niðurfrá endilega kíkja niðureftir. Hann er búinn að vera þar síðan 8 júlí . Hann má ekkert vera að því að tala við mömmu og pabba í síman. En kemur suður um næstu helgi. Ætlum að reyna að hitta á ykkur þegar þið komið suður um verslunarmanna helgina. (Ef það hefur ekki breyst)

Bestu kveðjur að sunnan  

Dúna co (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:26

3 identicon

Hi frænka, það er aldeilis mikið að gera.  gott að guðrún sigríður er komin heim og allt gekk vel.  hlökkum til að sjá ykkur í afmælinu hans afa - eða komið þið ekki?

kveðja 

ásta frænka - hljómar samt eins og "ásta frænka" en ég er hin unga er það ekki betra? 

Ásta frænka - hin unga :-) (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband