Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Ég fór í Bónus....

2220299Sem er kannski ekki í frásögur færandi. En alltaf skal ég blóta jafn mikið þegar ég fer þaðan út.  Ekki yfir verðinu, nei, verðið er gott.  Maður versla ódýrara í Bónus.  En hvaða dúddi var það sem hannaði þessar bónusverlannir. Og bara verslannir yfirleitt.  Á Egilstöðum eru tveir súpermarkaðir. Og skipulagið þar er nokkurnvegin eins. Þegar þú kémur inn bíður þín allskonar bakkelsi.  Kleinur snúðar, kökur og dýrindis kræsingar.  Svo kémur grænmetið og ávextirnir.  Og svo kémur allt þunga dótið.  Ísin, mjólkin og það allt.  Og maður vandar sig mjög að versla.  Passa að setja ekki mjólkina ofan á vínarbrauðið, svo það kremjist nú ekki og alls ekki að setja 2 lítra ísdolluna ofan á salatið.  Maður puðar við að skipuleggja svo að allt fari nú örugglega vel og það fari vel um allt.  Svo kémur maður að kassanum. Og maður vandar sig líka við að raða öllu á færibandið svo allt fari nú sem best út úr verslunnarferðinni.   En hvað gérist.  Við lendum í þessu sem stundum magninnkaup.  Með fullri virðingu fyrir blessuðu starfsfólkinu þá endar það á að kremja fyrir manni blessaða vöruna, með því að ýta kleinunum út í vegg og mjólkini þar ofaná.  Ég kém oft og yðulega örg úr verlsunnarferð því maturinn er eitthvað svo mikið ólystugri ef hann er allur í kremju. Fólkið á kassanum mætti nú alveg aðeins pæla í þessu.  Ég veit alveg að það gétur oft verið mikið að géra, ég er jú sjálf kassadama, en smá virðing fyrir kúnnanum sakar ekki.  Þú sérð alveg kvernig kúnninn raðar upp á færibandið, hvort honum er sama þó maturinn klessist eða ekki.

Nei maður spyr sig.


Mánudagur, til mæðu?

                                                                                                                                                               Rain%20CloudÞað er rigning á Héraði í dag.  Rigning og rok.  Það er nú snöktum skárra en þessi blessaði snjór alltaf.  Ég fór með Siggu í leikskólann í morgun í þessu líka fína veðri.  Ég var m. a. s. farið að gæla við að ég gæti þurrkað þvottinn úti, en, nei þá fór að rigna og hvessa.  Það hlánar þá sem er mjög gott. 

 

  Það var flaggað í hálfa stöng hjá kirkjunni á Egilstöðum í morgun, þegar ég var þar á ferðinni.  Það þýðir að það er einhver dáin.  Við gétum nú s.s ósköp lítið gert við því þó einhver deyi.  Það er jú það eina sem við gétum gengið að vísu í lífinu.  Það er dauðinn.  Því ,,eitt sinn verða allir menn að deyja" eins og skáldið sagði.  Þegar ég kom svo heim settist ég niður og fór að lesa Fréttablaðið síðan í gær. Og þar sá ég auglýsingu.  ,,Febrúartilboð á legsteinum og fylgihlutum 10 - 50% afláttur".  Þetta er bara eins og útsala í tískuvöruverslun.  Og ég fór að spá í hvað mannskeppnan er hégómleg.  Að jafnvel í dauðanum og eftir dauðan skulum við vera svona upptekin af útliti og ýmind okkar.  Og það er svo skrítið að verstu skúrkar, þeir þurfa ekki annað en að deyja, þá verða þeir mikilmenni og allir tala svo fallega um þá.  Það má ekki tala illa um þá látnu. Enda s.s. enginn ástæða til þess.  En þessi pæling á ekkért skylt við dauðsfallið á Egilstöðum og fánan í hálfa stöngina.

 Choose%20Dog%20name

Ég bý í sveit.  En ég á samt nágranna sem að mér finnst mjög gott.   Hundur nágrannana, sem reyndar er besta grey, held ég, hann liggur oft á glugganum hjá mér, svo að kattargreyjið mitt þorir ekki fyrir sitt litla líf að skríða undan sófanum.   En þetta er bara svona bara smá útúrdsúr.

Það er allt gott að frétta af okkur öllum, allir hressir og kátir.  Þó að reyndar hafi verið voða mánudagur í mannskapnum í morgunn.  Það má segja að það hafi verið hundur í sumum. 

Verð að hætta, það er nefnilega bein útsending frá einu ruglinu enn í borginni og ég fylgist spennt með.

BÆÓ


Ja ekki batnar það.

Sun%2004

 

Já þá höfum við það.  Þarna er komin skýringin á þessu skítaveðri sem búið er að vera á klakanum.  Og þetta verður svona fram á vor.  Ég var búin að segja það. En það þýðir ekki að svekkja sig á því og líta bara á björtu hliðarnar.  


mbl.is Lægðir og úrkoma út mars?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagur = flöskudagur?

Ekki hjá mér.  Eina flaskan sem ég drekk úr er kókflaskan, enda alger kókisti.  Það er kannski bara eins gott að það sé ekki alkóhól í flöskunni, því þá væri ég örugglega orðin alkóhólisti. Smile

Ætla annars að fara að reyna að vera svolítið skemmtileg á blogginu. Vona að það hafist.  Maður er bara búin að vera svo andsk... þunglyndur í þessu ömurlega veðri sem búið er að skekja klakann. En koma tíma koma ráð.  Með hækkandi sól batnar skapið vonandi. 

2bigstockphoto_Happy_Sun_103457


Sniðugir Þjóverjar.

Já þýskararnir eru býsna glúrnir í fjáöflunninni.  En hvort varan selst, það er annað.  Kannski þýðir þetta að þýskum fótboltabullum fer fækkandi. Tounge
mbl.is Smokkar með félagsmerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki orð um það meir.

Það er snarvitluast veður.  Ég segi ekki meir. Ég nenni ekki að tala um þetta lengur.  Ég fór með Siggu í leikskólann í fínu veðri í morgun.  En nú er það orðið snarvitlaust, og mitt litla móðurhjarta er alveg á fullu núna.  Ég verð ekki rónni fyrr en hún er komin heim, og helst í fangið á mér.

Leikföng.. eða hvað?

Í fréttinni segir að handjárnin hafi alls ekki verið hugsuð sem leikföng.  Huhum.  Kannski ekki barnaleikföng.  En hvað var mamman að géra með þau í svefnherberginu.  Ekki leikföng? Minn rass.

 


mbl.is 8 ára fastur í handjárnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur og aftur

Ég er skíthrædd um að hún Sigga mín sé orðin lasin einu sinni enn.  Hún er komin með hadegishofdi21080206087hita og er slöpp.  Ég vona samt að það sé tilfallandi, ég ætla að sjá til í fyrramálið. 

Hún fór í leikskólann í morgun klædd sem mús. Hún var bara sæt.  Það var gott að hún skildi ekki missa af öskudeginum. Smile    

Símon fór með hana í leiksskólann í morgun, því aftur er svo hvasst að ég fer ekki neitt.  Svo er hann að spá roki, aftur, á morgun.

Aftur og aftur.


Vel upplýstur ungur Selfyssingur.

Þessi drengur er bara snillingur.  Fylgist greinilega með þjóðmálaumræðunni.  Sem er s.s. bara gott.  Flott hjá honum!

 

 


mbl.is Með hnífasett í bakinu á öskudegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 743

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband