Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
30.10.2009 | 18:05
BÚIN....
... með ritgerðina sem er búin að liggja á mér eins og mara alla þessa viku. Sendi hana í póst í dag. Þá er það bara næsta verkefni.
En annars er frumburðurinn fimm ára í dag. Þessi elska stækkar og þroskast svo hratt núna.
Afmælisstelpan mín
Hún á von á 6 vinkonum á morgun og er mjög svo spennt.
Og við foreldrarnir eru náttúrulega að springa úr stollti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2009 | 23:18
Svefnvenjur dætra minna
Það er alveg ótrúlegt hvað eitt kvöld getur raskað svefnvenjunum hjá þessum krílum. Þær hafa nú s.s. alveg mátt vera reglulegri svefnvenjurnar hjá okkar dætrum, en þær hafa það frá henni móður sinni að meiga ekki vera að því að fara að sofa á kvöldin.
Frumburðurinn fór í leikhús í gær, með ömmu sinni og nöfnu. Sýningin byrjaði kl. 5 og endaði kl. korter yfir sjö. Þær stöllur voru ekki komnar heim á Selfoss fyrr en rúmlega átta. Rúmlega háttatíma dömunar. Og þar sem var svo gaman að sjá Kardemommubæinn þá var mín frekar uppveðruð eftir þetta allt saman.
Nú, litla systir, sem var búin að hanga yfir foreldrunum allann daginn, var náttúrulega guðs lifandi fegin að fá systur sína heim, og það tók enþá lengri tíma að ná henni niður.
Þær systur fóru s.s. allt of seint að sofa. Og þannig var morgunnin í morgun Allir svo þreyttir og syfjaðir, bæði foreldrar og börn. Ætlum ekki að láta þetta koma fyrir aftur, en það gerir það örugglega.
En svona er nú bara lífið og uppeldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009 | 18:31
Þarf að fara að láta meira frá mér.
Þykist bara hafa svo mikið að géra. Já, það er hörkupúl að vera í háskólanámi. Og það er líka bara hörkupúl að vera heimavinnandi.
Þetta er vanmetnasta starf í heimi, húsmóðurstarfið. Hver hefur ekki heyrt setninguna: ,,Ég er bara húsmóðir!" En það er sko ekkert bara að vera húsmóðir. Það er endalaust eitthvað að starfa. Þvo þvott, skúra gólf, taka til.
Ég læt allt þetta s.s. ekki eftir mér, og er síður en svo að kvarta, maður gerir bara það sem maður þarf að gera. Vantar bara afsökun fyrir þessu bloggleysi mínu.
Góðar stundir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar