Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er veröldin okkar komin?

Ég horfði á myndbandið, bæði myndböndin, þau eru víst tvö.  Og ég verð að segja það að ég vorkenni löggugreyjunum.  Hvernig í óskupunum á fólkið að géta unnið vinnuna sína með þennan skara sem vaktar allar hreyfingar þeirra og gjörðir.  Þessu myndbandi er greinilega beint gegn lögreglunni.  Og að hafa svo þennan brjálaða skríl ofan í sér takandi myndir og skipta sér af.  Það eru gömul sannindi að suma menn þarf að taka úr umferð séu þeir drukknir og hvaða aðferðir séu notaðar, það skiptir ekki máli. 

Að mínu mati, og það er mitt kalda mat, þá eru unglingar í dag miklu grófari en hér í denn.  Ég er nú ekki gömul, en þegar ég var unglingur, fyrir innan við 10 árum síðan, þá sást ekki svona.  Ég man ekki eftir að hafa farið á ball þar sem allt varð vitlaust og það þurfti marga lögreglumenn til að yfirbuga einn mann, og aðrir ballgestir ofan í öllu takandi myndir og skipta sér af. 

Ég er ekki með því að lögreglan beyti hörku, en hún verður a.m.k. að fá smá vinnufrið.

 


mbl.is Handtaka á Patró á You Tube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála þér, þetta sýnir bara ennþá betur ( þessi myndbönd og það sem sagt er í þeim ) hve mikið virðingarleysi er gagnvart lögreglunni, virðist sem stór hópur fólks er að reyna eftir mæli að ná lögreglunni í e-h vafasömum aðstæðum og ná vídeó á því ....Fyrir það fyrsta er lögreglan að vinna vinnuna sína og þetta gerir ekki þeim vinnuna auðveldari þvert um heldur.

þegar lögreglan segir þér að gera e-h hvort sem er að leggjast niður afhenda skráningarskirteini, stoppa bifreiðina þá hlýðir maður, svo einfalt er það, málið er bara að stór hópur fólks hefur alið börnin sín upp við það að virðingarleysi gagnvart eigum fólks, lögreglu og kennurum landsins sé e-h cool og eigi endilega að halda á lofti sem oftast.

Fæ kjánahroll þegar ég sé hálf fullorðið og fullorðið fólk reyna að vera cool og haga sér svona gagnvart lögreglunni sérstaklega þegar bara ein ástæða virðist vera fyrir því !! Það er að ná lögreglunni á videó og véfengja vinnubrögð þeirra, hver á að vinna störfin þeirra ? ekki vinsæl vinna en nauðsynleg og vil ég beina því til þjóðarinnar að hætta þessum skrílsháttum og reyna að sýna smá virðingu.

Harpa Hall (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er enginn munur á unglingum núna og áður.  Ef eitthvað er voru þeir verri.

Þarna voru menn að bösta greinilega fúlan og ölvaðan ofbeldismann.  Og sá var stór.

Við misstum af partinum þar sem hann kallaði lögregluafskifti yfir sig.  Velti helst fyrir mér hvernig hann verður á morgun, þegar það er runnið af honum.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.6.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Áður fyrr notuðu menn hnefanna en ekki stórhættuleg eggvopn? Það eru kannski ekki meiri slagsmál. En er betra að nota vopn en hnefana?  Ég held ekki.  Unglingar eru víst grófari í dag, en þeir voru fyrir nokkrum árum.

Þórhildur Daðadóttir, 9.6.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 774

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband