9.4.2008 | 11:17
Þessi lætur sko ekki vaða yfir sig
Myndbandið heitir: Old Lady VS. Jerk in Mercders.
Svona á að géra þetta.
8.4.2008 | 12:51
Tók rassíu í geymslunni í gær
Fann reyndar ekki það sem ég var að leita að en fann margt annað. Fann ekki nema svona fjóra dótakassa. Kassar og pokar með leikföngum, aðalega böngsum. Og það er heilt dótafjall fyrir í dótaherberginu. Og já, það er sko sérstakt herbergi fyrir dótið. Dóttirinn verður 4 ára í október. Hersu mikið af leikföngum gétur eitt barn átt. Og litla sponsið er ekki enþá farin að fá leikföng, en það kémur víst að því. O boy, o boy hvernig verður það þá. Það er ekki það að litla sé ekki farin að leika sér. Stóra systir á bara svo mikið af þessu. Ég bara næ þessu ekki. Ég ætti kannski bara að hafa garðsölu. Ég er nú ekki svo langt frá Þjóðvegi 1. Einhverja 2 km eða svo til. Það varður rífandi sala í sumar. Nei, ég má ekki láta svona. Það er dóttirinn sem á leikföngin, ekki ég.
Þarf reyndar að taka aðra rassíu í geymslunni og henda öllum pappírunum sem ornir eru úreltir. Gamlir gíróseðlar, síðan við bjuggum á Selfossi og allt. Talandi um að safna að sér dóti. Ég er alveg rosaleg. Maður geymir allt og hendir engu og endar með því að sitja uppi með allt allt of mikið af drasli. Ég þarf að fara að losa mig við fullt af dóti. Fara með föt í Rauða Krossinn. Og þá er ég að meina föt af okkur bóndanum. Er þetta dæmigert fyrir Íslendinga, eða er ég bara drasslari? Svo þarf að flokka allt draslið. PÚFF!!! Ég verð að taka til það sem eftir er ársins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2008 | 11:54
Sorglegt
Börðu pilt með kúbeini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2008 | 10:50
Hver er þessi Páll?
Ég veit að þetta er Páll Óskar. Og sjálfsagt hafa fleiri en ég áttað sig á því. En það kémur hvergi fram í fréttinni. Þarna hefði blaðamaður gétað vandað sig betur. Hann gleymdi því gersamlega að minnast á það að hann væri að vitna í Pál Óskar. Þetta hefði þess vegna gétað verið hvaða Páll sem er.
Lagið í góðum höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 11:48
Konur án karla og karlar án kvenna
Já greinarmerkin géta breytt öllu. Og auðvitað er það þannig að konur og karla géta ekki á hvors annars verið.
Ég var að vinna með tveimur ungum konum í sumar. Ég vil halda að þær séu ungar því þær eru á svipuðum aldri og ég. Og þarna voru þær, þessar tvær ungu konur, í kaffitímanum, að ræða um karmennina í lífi sínu og hvað þær gætu nú ekki án þeirra verið, en önnur hafði verið án síns í ár einmitt. Þá fór hin eitthvað að spá hvort hún hefði ekki stundað neitt kynlíf á meðan. ,,Jú auðvitað, ég er ekki nunna!!!! En svo kom nú í ljós að hún hafði einu sinni verið án kynlífs í heilt ár. Og fannst hinni alveg rosalega mikið. Og þarna sat hún ég kasólétt af barni nr. 2 og hlustaði á þessar umræður hjá konunum. En það er nú ekki bara kynlífið sem kynin sækjast efttir hjá hvort öðru. Okkur finnst öllum gott að vera elskuð og að einhverjum þyki vænt um okkur, einhverjum öðrum en foreldrum systkynum eða öðrum skyldmennum. Það er eithvað svo stórkostlegt við það að einhverjum sem einu sinni var algerlega ókunnugur skuli þykja svona vænt um mann.
Þannig að karlar eru glataðir á kvenna og konur eru glataðar á manna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 10:25
Hallærislegt í meira lagi
Nú fóru Bretarnir alveg framúr sér í hallærisheitum. Pundið er orðið að einhverju leikfangi bara. Þetta er svo fáránlegt að maður á bara ekki orð.
Lítil ánægja með nýtt útlit pundsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 19:27
Í sveitinni, í sveitinni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 19:01
Eitt ár á Austurlandi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2008 | 10:42
Í minningu Kalla
Já nú er hann Kalli okkar Sigguson allur. Honum var hjálpað inn í eilífðina af húsbónda sínum og meistara sem var alveg búin að fá sig fullsaddann af ástandinu. Að ég tali nú ekki um húsmóðurina á heimilinu sem andar núna léttar og sér fram á það að þurfa ekki endalaust að vera með sótthreinsituskuna á lofti, þrífandi upp saur og þvag eftir skepnuna hér og þar. Það gékk svo langt á stundum að kötturinn var farin að géra þarfir sínar í barnahúsgögnin, og það var húsfreyjan ekki að fýla. En nú er það s.s allt að baki. Það var loksins tekið af skarið. Nú gétur vorhreingerningin byrjað. Sumum finnst ég kannski frekar köld, hvernig ég tala. En við Kalli áttum svona gott haturssamband. Ég þoldi hann ekki og hann þoldi mig ekki. Ég ætlaði nefnilega aldrei að fá mér kött til að byrja með. Símon og Siggu langaði í kött og hamingjan var mjög mikil þegar við fengum hann á þrettándanum fyrir rúmu ári. En þetta fór úr böndunum. Hegðun hans fór úr böndunum. Þannig að þannig fór það.
Svo Kalli Sigguson er allur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 13:27
Japanskur veruleiki
Svona er Japan í dag? Vonandi ekki. Að fólk skuli bara skilja börnin sín eftir og ekki einu sinni skilja eftir neinar upplýsingar um þau. Ekki einu sinni nafn. Ömurlegt!
15 börn skilin eftir í hitakassa til ættleiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar