Færsluflokkur: Bloggar
7.6.2008 | 12:26
Nú er ég í vondum málum, tralalalaaaa!!!!!!
Vinnukonan sagði af sér. Sú sem sér um uppvaskið. Eldgamla uppþvottavélin mín er hætt dyggri þjónustu. Og ég með fullt af fólki í mat um helgina. Vinkonu mína að sunnan og TVEIR gaurar. Og ég þarf sjálf að sjá um uppvaskið. Búhú!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2008 | 23:09
Verra verður það varla
Ef það er eitthvað sem ég gét huggað mig við, þá er það það að morgundagurinn gétur ekki annað en verið betri en dagurinn í dag. Og ég gét engum kennt um nema sjálfri mér. Því hver er jú sinnar gæfu sniður. En það er bara um að gera að reyna að líta á björtu hliðarnar. Hvernig ætti maður annars að halda sönsum? En ég gét líka verið þakklát fyrir svo margt í lífinu. Fjölskylduna og það líf sem ég hef sjálf valið mér. Það er bara þannig að í lífinu skiptast á skyn og skúrir. Það koma hægðir og lægðir og allt svoleiðis. Það eina sem maður gétur gert er að rífa sig upp á rassgatinu halda áfram.
Rigningin heimsókti okkur í dag. Eftir 20 stiga hita í gær var kærkomið að hreinsa aðeins loftið. Sauðburður heldur áfram og gengur vel. Það ber og ber og allt er samkvæmt áætlun, þó dó eitt lamb í dag. En svoleiðis gerist. Þannig er náttúran bara.
KVEÐJA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2008 | 13:15
Mánudagur, til mæðu?
Það er rigning á Héraði í dag. Rigning og rok. Það er nú snöktum skárra en þessi blessaði snjór alltaf. Ég fór með Siggu í leikskólann í morgun í þessu líka fína veðri. Ég var m. a. s. farið að gæla við að ég gæti þurrkað þvottinn úti, en, nei þá fór að rigna og hvessa. Það hlánar þá sem er mjög gott.
Það var flaggað í hálfa stöng hjá kirkjunni á Egilstöðum í morgun, þegar ég var þar á ferðinni. Það þýðir að það er einhver dáin. Við gétum nú s.s ósköp lítið gert við því þó einhver deyi. Það er jú það eina sem við gétum gengið að vísu í lífinu. Það er dauðinn. Því ,,eitt sinn verða allir menn að deyja" eins og skáldið sagði. Þegar ég kom svo heim settist ég niður og fór að lesa Fréttablaðið síðan í gær. Og þar sá ég auglýsingu. ,,Febrúartilboð á legsteinum og fylgihlutum 10 - 50% afláttur". Þetta er bara eins og útsala í tískuvöruverslun. Og ég fór að spá í hvað mannskeppnan er hégómleg. Að jafnvel í dauðanum og eftir dauðan skulum við vera svona upptekin af útliti og ýmind okkar. Og það er svo skrítið að verstu skúrkar, þeir þurfa ekki annað en að deyja, þá verða þeir mikilmenni og allir tala svo fallega um þá. Það má ekki tala illa um þá látnu. Enda s.s. enginn ástæða til þess. En þessi pæling á ekkért skylt við dauðsfallið á Egilstöðum og fánan í hálfa stöngina.
Ég bý í sveit. En ég á samt nágranna sem að mér finnst mjög gott. Hundur nágrannana, sem reyndar er besta grey, held ég, hann liggur oft á glugganum hjá mér, svo að kattargreyjið mitt þorir ekki fyrir sitt litla líf að skríða undan sófanum. En þetta er bara svona bara smá útúrdsúr.
Það er allt gott að frétta af okkur öllum, allir hressir og kátir. Þó að reyndar hafi verið voða mánudagur í mannskapnum í morgunn. Það má segja að það hafi verið hundur í sumum.
Verð að hætta, það er nefnilega bein útsending frá einu ruglinu enn í borginni og ég fylgist spennt með.
BÆÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2008 | 18:01
Ja ekki batnar það.
Já þá höfum við það. Þarna er komin skýringin á þessu skítaveðri sem búið er að vera á klakanum. Og þetta verður svona fram á vor. Ég var búin að segja það. En það þýðir ekki að svekkja sig á því og líta bara á björtu hliðarnar.
Lægðir og úrkoma út mars? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 13:34
Föstudagur = flöskudagur?
Ekki hjá mér. Eina flaskan sem ég drekk úr er kókflaskan, enda alger kókisti. Það er kannski bara eins gott að það sé ekki alkóhól í flöskunni, því þá væri ég örugglega orðin alkóhólisti.
Ætla annars að fara að reyna að vera svolítið skemmtileg á blogginu. Vona að það hafist. Maður er bara búin að vera svo andsk... þunglyndur í þessu ömurlega veðri sem búið er að skekja klakann. En koma tíma koma ráð. Með hækkandi sól batnar skapið vonandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2008 | 10:20
Sniðugir Þjóverjar.
Smokkar með félagsmerki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 13:10
Ekki orð um það meir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2008 | 13:03
Leikföng.. eða hvað?
Í fréttinni segir að handjárnin hafi alls ekki verið hugsuð sem leikföng. Huhum. Kannski ekki barnaleikföng. En hvað var mamman að géra með þau í svefnherberginu. Ekki leikföng? Minn rass.
8 ára fastur í handjárnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2008 | 22:18
Aftur og aftur
Ég er skíthrædd um að hún Sigga mín sé orðin lasin einu sinni enn. Hún er komin með hita og er slöpp. Ég vona samt að það sé tilfallandi, ég ætla að sjá til í fyrramálið.
Hún fór í leikskólann í morgun klædd sem mús. Hún var bara sæt. Það var gott að hún skildi ekki missa af öskudeginum.
Símon fór með hana í leiksskólann í morgun, því aftur er svo hvasst að ég fer ekki neitt. Svo er hann að spá roki, aftur, á morgun.
Aftur og aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.2.2008 | 22:06
Vel upplýstur ungur Selfyssingur.
Þessi drengur er bara snillingur. Fylgist greinilega með þjóðmálaumræðunni. Sem er s.s. bara gott. Flott hjá honum!
Með hnífasett í bakinu á öskudegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar