Færsluflokkur: Bloggar
10.7.2008 | 14:02
Akkurat núna...
...bara nenni ég ekki að vera til. Ég nenni ekki að draga andann. Finnst raunar varla taka því. Frumburðurinn er enþá í vellistingum á Selfossi hjá ömmu sinni og afa, Bóndinn í heyskap, að binda, rúlla fyrstu túninn. Litlan sofandi og ég sit hérna og hundleiðist. Nóg að géra! Ég bara nenni því ekki! Og auðvitað er þessi blessaða eldgamla hhhhææææægggggggenga nettenging mín alveg extra hæggeng í dag. Enda er ég að spá í að fara að skipta. Því að ef ég á að vera í góðu sambandi við umheiminn, þá verð ég að hafa góða nettengingu. En þar sem ég bý upp í sveit, þá á ég ekki kost á að fá mér ADSL. Ég fengi mér pottþétt svoleiðis ef ég gæti. En nú verð ég að fara að kanna hvað er best. Hvað virkar hjá mér, og hvað það kostar. Það kostar allt orðið svo mikið. En þar sem ég nenni ekki neinu núna þá nenni ég ekki þessu heldur. Fer á stúfanna á morgun, kannski.
Kveðjur úr sveitinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2008 | 10:54
Er á lífi!!
Er á lífi og komin í bloggheima aftur.
Búið að vera nóg að géra. Frumburðirinn búin að vera í fríi og við höfum bara notið lífsins. Hún lagðist svo í víking og flaug austur á Selfoss í gærkvöld. Guðrún Steinars vinkona kom í heimsókn um helgina. Kom á föstudag og flaug svo aftur suður í gær. Ég sendi frumburðinn minn með henni í flug því sú stutta ætlar í orlof til ömmu sinnar og afa á Selfossi. Hún var svo spennt í gær að hún mátti varla vera að því að kveðja foreldra sína í gær. Þannig að þetta var miklu efiðara fyrir okkur heldur en hana. Svo var hún bara alger engill í flugvélinni þessi elska. Vá hvað hún er dugleg.
Sláttur er hafin í Blöndugerði! Bóndinn sló fyrsta slátt í gærkvöld. Það á svo að ná því saman um helgina. Þannig að það er nóg að gera í sveitinni.
Bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2008 | 17:05
Jæja best að blogga.
Ég þarf liggur við að læðast í tölvunna þessa daganna. Frumburðurinn komin í sumarfrí fram í miðjan ágúst. Eða öllu heldur, hún er hætt í Hádegishöfða í Fellabæ. Hún byrjar í leiksskólanum hér í Brúarási í ágúst, eftir sumarfrí ef allt gengur eftir. Þá fara báðar stelpurnar mínar á þann leikskóla. Mikil ósköp hvað börnin stækka hratt.
Elsku stelpurnar mínar, frekar nývaknaðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2008 | 11:19
Paddington 50 ára
Hver man ekki eftir krúttlega bangsanum Paddington sem heitir eftir lestarstöðinni frægu í London.
Í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar í Bretlandi er verið að halda upp á 50 ára afmæli þessarar elsku.
Ég man eftir að hafa horft á þætti um Paddington í æsku og þótti þeir agalega skemmtilegir. Hann var svo sætur og góður þessi litli bangsi sem fannst á brautarstöðinni og elskaði samlokur með marmelaði.
Hann var bara svo agalega mikið krútt.
En hvar er Paddington nú?
Konan á bak við Paddington heitir Shirley Clarkson, og er einna þekktust fyrir að vera móðir Jeremy Clarkson sem er þekktur sjónvarpsmaður í Bretlandi. (íslenskir sjónvarpsgláparar hefa sjálfsagt séð hann í Topgear). Shirley skapaði sér nafn þegar hún stofnaði fyrirtækið Gabrielle Designs lítið fyrirtæki sem í fyrstu seldi mismunandi tetegundir í Doncaster en óx að lokum upp í alþjóðlegt fyrirtæki sem selur bangsann sæta út um allan heim.
Opinber heimasíða Paddington: http://www.paddingtonbear.co.uk
Heimasíða sjónvarpsþáttarins ,,This Morning" á ITV: http://www.itv.com/Lifestyle/ThisMorning/default.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 11:48
Gítaristinn á afmæli í dag!
Gítarleikarinn Siggi bróðir á afmæli í dag. Hann er á mjög eftirsóttum aldri. (Hann er yngri en ég). Ég held að kallinn ætli að vera heima, einn heima meira að segja.
Hann er rosalega klár hann litli bróðir. Spilar á gítar í hljómsveitinni 20% Púðursykur og líka (síðast er ég vissi) spilar hann á slagverk í lúðrasveit Selfoss. Því já hann er líka tommari. Ekkért smá klár gæi!!!!
Siggi minn: Til hamingju með daginn!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2008 | 13:17
Varúð slæmt karma!
Ég er ekki alveg að nenna að blogga í dag, er eiginlega í dálítið vondu skapi.
Ég hlýt að vera með slæmt karma eða eitthvað, nema það sé eitthvað annað.
Eins og allir vissu var ég búin að fá leiðbeinendastöðu við Brúarásskóla næsta vetur.
Í gær missti ég þá stöðu.
Það kom annar einstaklingur, sem er hæfari en ég og sókti um.
Ég er náttúrulega bara með stúdentspróf.
Mér var í staðinn boðin skólaliðastaða á sama stað,
svo nú er ég í fýlu heima að hugsa málið
Þetta er náttúrulega drulluskítt!!!!
En s.s. ekkért við því að gera
Ég drulla mér bara í þetta blessaða nám og kém aftur inn sterkari.
Því það þýðir jú ekki að leggja árar í bát.
Lifið svo öll heil og gangi ykkur betur en mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.6.2008 | 10:53
Hvað er þetta hvíta?
spurði ég matargestina í gær, og benti út um gluggann. Allir urðu uppveðraðir, héldu sennilega að ég hefði séð ísbjörn, því þeir eru víst mikið á ferðinni núna. Kallinn var hálfnaður út í bílskúr eftir hólknum. En nei, engin var ísbjörninn, en hinsvegar féllu hvítar flygsur úr loftinu (án gríns), já það snjóaði hér í gær. Reyndar bara snjóél, en snjór samt. Það er júní! Það á ekkért að snjóa í júní. Það á að vera sól og blíða 20 stiga hiti og gott veður. Það á að vera þannig veður að ég nenni út úr húsi. Svo var ekki nema 6° hiti á Egilstöðum í morgun. 6° í júní! Þetta er náttúrulega bara lögreglumál
Snjóþekja á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2008 | 11:52
Loks náði réttlætið framar að ganga.
En það gékk þó ekki alla leið. Því þó svo að þessir nýju dómar séu betri en síknan áður þá er það ekki nóg. Ég held að allir géti verið sammála um ógeðfeldni verknaðarins og að sex ár séu ekki nóg fyrir að nauðga barni. En þó er betra að mennirnir sitji inni í 6 ár en að þeir gangi lausir, og fari ekki einu sinni á skrá.
Ég fagna þessum dómi. Réttlætið náði fram, að einhverju leyti.
Vægur dómur yfir hópnauðgurum vakti mikla reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2008 | 13:19
Á ég börnin mín?
Ég var, um daginn, á mínu venjubundna barnalandsvafri. Skoðaði öll litlu yndislegu krílinn sem búa svo langt í burtu. . Ég sá á einni mynd af litlu frænku minni að hún var klædd í samfellu sem á stóð að hún væri ,,eign" mömmu sinnar. Þess má svo líka geta að annað ófætt frændsystkyni fær að klæðast svona samfellu, þar sem stendur að það sé ,,eign" foreldra sinna. Eflaust finnst mörgum þetta voða sætt og krúttlegt, en ég fékk hálfgert áfall þegar ég sá þetta.
Það er þetta orð ,,EIGN" sem fer svolítið í taugarnar á mér. Ég er sjálf móðir. Ég á tvær yndislegar stelpur en ég lít ekki á þær sem einhverjar eignir. Ég er á því að við fáum börnin okkar einungis lánuð. Það er okkar að líta eftir þeim og hugsa vel um þau, koma þeim til manns áður en þau halda út í hin stóra heim. Stelpurnar mína eru ekki einhverjar ,,eignir" sem hægt er að höndla með, kaupa og selja, eða hvað maður gerir. Þær eru sjálfstæðir einstaklingar, (og trúið mér, stelpurnar mínar eru sjálfstæðar) og þó að ég beri ábyrgð á þeim, hugsi um þær og líti eftir þeim þá eru þær ekki eignir. Ég á börn, en ég ,,á" samt ekki stelpurnar mínar. Ég tek ákvarðannir fyrir þær svona fyrst um sinn, en þegar fram líða stundir taka þær sínar ákvarðannir sjálfar. Ég gét aðeins bent þeim á hvað sé rétt og rangt. En það er nú sem betur fer ekki alveg komið að því. Frumburðurinn er ekki nema tæplega 4. ára.
En börnin mín eru sko ekki ,,eignir". Ég er svo lánsöm að fá þær lánaðar í nokkur ár og verð á endanum að sleppa takinu. Vona að það verði ekki erfitt, það kémur í ljós. Vona samt að þær eigi alltaf eftir að leita til mín, löngu eftir að þær fljúga úr hreiðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2008 | 13:25
Hvernig er veröldin okkar komin?
Ég horfði á myndbandið, bæði myndböndin, þau eru víst tvö. Og ég verð að segja það að ég vorkenni löggugreyjunum. Hvernig í óskupunum á fólkið að géta unnið vinnuna sína með þennan skara sem vaktar allar hreyfingar þeirra og gjörðir. Þessu myndbandi er greinilega beint gegn lögreglunni. Og að hafa svo þennan brjálaða skríl ofan í sér takandi myndir og skipta sér af. Það eru gömul sannindi að suma menn þarf að taka úr umferð séu þeir drukknir og hvaða aðferðir séu notaðar, það skiptir ekki máli.
Að mínu mati, og það er mitt kalda mat, þá eru unglingar í dag miklu grófari en hér í denn. Ég er nú ekki gömul, en þegar ég var unglingur, fyrir innan við 10 árum síðan, þá sást ekki svona. Ég man ekki eftir að hafa farið á ball þar sem allt varð vitlaust og það þurfti marga lögreglumenn til að yfirbuga einn mann, og aðrir ballgestir ofan í öllu takandi myndir og skipta sér af.
Ég er ekki með því að lögreglan beyti hörku, en hún verður a.m.k. að fá smá vinnufrið.
Handtaka á Patró á You Tube | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar